Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 34

Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 34
2. Eigum við að kaupa með afborgunar- skilmálum? 3. Eigum við að gifta okkur og notast við það litla, sem við eigum fyrir, óska eftir nytsömum brúðargjöfum og auka smám saman við búslóðina? Dýrt er að kaupa með afborgimarskil- málum. Hjónaefni freistast þá oft til að festa kaup á ónauðsynlegum hlutum, sem rýra svo mjög framtíðartekjur þeirra, að þau eiga erfitt framdráttar. Það er ákaf- lega auðvelt að kaupa, þegar útborgunin er lítil sem engin. Þau hjónaefni, sem eru svo heppin að geta fengið lán hjá foreldr- um sínum, eru betur á vegi stödd. Þau hafa a.m.k. frjálsari hendur um val á hús- gögnum o.fl. heldur en hjónaefni sem þurfa að kaupa með afborgunarskilmál- um. í Danmörku geta hjónaefni fengið lán til heimilisstofnunar, ef þau sýna fram á, að þau hafi reglubundið lagt fyrir ákveðna fjárhæð í banka eða sparisjóð. Skyldusparnaðarfé unglinga, sem þeir fá greitt við stofnun hjúskapar, er mikið búsílag. Það skal einnig á það bent, að ekkert neyðarúrræði er að byrja með það sem fyrir hendi er og bæta smám saman við búslóðina. Fjárhagsáætlanir Sú skoðun að það sé hann sem eigi að afla peninganna. en hún að eyða þeim eftir geðþótta, er ekki farsæl fyrir gott hjónaband. Það er mikilsvert, að ungt fólk gangi í hjúskap með það fyrir augum að láta jafnt yfir bæði ganga. Veltur þá mikið á hreinskilni í fjármálum. Konan þarf að vita, hve háar tekjur mannsins eru, og hann verður að skilja, að hún þurfi að nota fé til heimilisins og í einkaþarfir. Þess vegna verður að gera fjárhags- áætlun. Ekki er hægt að gera eina áætlun, sem hæfir öllum fjölskyldum, þar sem þarfir manna eru svo misjafnar. Ein fjöl- skylda leggur mikið upp úr góðum og dýrum mat, önnur f jölskylda leggur meira upp úr góðu húsnæði, þriðja fjölskyldan vill fara í siglingu á hverju ári og sú fjórða vill allt til vinna að mennta vel börn sín. Þetta eru allt dæmi um ólíkar þarfir eða óskir manna. En svo til allar fjölskyldur eiga það sameiginlegt, að tak- markað fé sé til umráða til að fullnægja öllum þessum þörfum. Fjölskyldan verður að gera sér grein fyrir, hvar takmörkin eru og velja á milli hinna ýmsu lystisemda og ákveða hver verði þeim gæfuríkust. Þegar fjárhagsáætlun er gerð, verður fyrst að gera sér grein fyrir tekjum. Þetta er lítill vandi hjá fastlaunamönnum, en örðugra þegar um óvissar tekjur er að ræða. Þá er skynsamlegt að vera ekki of bjartsýnn og áætla tekjurnar heldur lægri en búast má við. Útgjaldaliðimir eru margir. Við vitum fyrirfram hve háir sumir þeirra verða á næsta ári. Það eru hin svokölluðu föstu gjöld. Skrifið fyrst þær uphæðir niður og leggið saman, og athugið síðan hve mikið verður eftir fyrir aðra gjaldaliði. Það er skynsamlegt að forðast of mikið af föstum gjöldum, sérstaklega þegar tekjurnar eru óvissar. Föst gjöld: Skattar og útsvör Almannatryggingar og sjúkrasamlag Aðrar tryggingar Húsaleiga Hiti Rafmagn Félagsgjöld Útvarp og sími. Fjölskyldur, sem búa í eigin íbúð, verða einnig að gera ráð fyrir afborgunum og vöxtum af lánum. Þegar föstu gjöldin hafa verið lögð saman verður að skipta niður tekjuaf- ganginum á eftirfarandi gjaldaliði: 32 HÚSPRETJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.