Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 42

Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 42
úr ýmsum áttum Kvenfélagið Gefn í Garði hefir nú starfað í 47 ár. Það var stofnað 9. des. 1917. í fyrstu var tilgangurinn með stofnun þess tvíþættur, annars vegar að hlúa að og prýða Út- skálakirkju, hins vegar að hjálpa bágstöddum í Gerðahreppi. í þessu skyni voru stofnaðir tveir sjóðir, kirkjusjóður og líknarsjóður. Svo virðist sem konum hafi þótt þetta of þröngt starfssvið, því að á öðru ári félagsins er kosin nefnd til að endurskoða lögin og skömmu síðar er samþykkt á fundi, að önnur grein laga um tilgang félagsins skuli hljóða svo: Aðaltil- gangur félagsins er að safna í sjóð til líknar- og framfara í Útskálasókn. Eftir þessu hefir félagið unnið síðan, og iátið mörg líknar- og menningar- mál til sín taka. En kirkjan hefir alltaf verið óskabarn þess og hefir það gefið henni margar og góðar gjafir. Fyrsta gjöfin er gefin árið eftir að félagið er stofnað og er það altarisklæði, sem ein félagskonan, Katrín Jónsdóttir, saumaði. Lagt er fram fé til málningar á kirkjunni, keyptur nýr ofn, tveir ljósahjálmar, kertastjakar, vegglampar o.fl. Þegar raflögn er lögð í kirkjuna, styrkir fé- lagið það með ríflegum fjárframlögum og fyrir nokkrum árum gaf félagið 20 fermingarkyrtla. Þegar félagið hafði starfað í 40 ár gaf það kirkj- unni tvær útskornar ljósasúlur, hina fegurstu gripi. Á 100 ára afmæli kirkjunnar 1961 voru gefnir 50 bikarar til notkunar við altarisgöngur. Félagið sá um hreinsun á kirkjunni nokkur fyrstu árin og hefir nú í mörg ár prýtt umhverfi hennar með því að setja þar niður sumarblóm. Fyrstu 20—25 árin gefur félagið peninga og fatagjafir til margra heimila í byggðarlaginu. Árið 1920 heldur það sína fyrstu jólatrésskemmt- un fyrir böm og gamalt fólk og síðan óslitið á hverju ári. Það heldur uppi kvöldskóla fyrir unglinga nokkur ár og einnig fjörugri leikstarf- semi í mörg ár. Það hefir gengizt fyrir sauma- námskeiðum, sem mörg hver voru mjög vel sótt fyrr á árum. Það hefir þurft víðsýni og kjark til að stofna þannig félag á erfiðum tímum í fátæku byggðar- lagi. Enginn vegur var um byggðarlagið, enginn sími og engir bilar. Fullyrða má að feiknamikil vinna er á bak við þau störf, sem félagið vinnur að og oft hafa konur þurft að fórna miklum tíma frá heimilum sínum fýrir hugsjón félagsins. Mannúðar- líknar- og menningarmál eru hjart- ans mál þess og er tímar líða og breytast til batnaðar, og velmegun verður almennari, fylgist félagið einnig með og lætur til sín taka þar sem þörf er á, því ekki þrjóta verkefnin. Jafnframt 40 því sem það heldur áfram að rétta þurfandi hjálparhönd, beitir það áhrifum sínum að hverju máli sem verða má byggðarlaginu til heilla og framfara. Nú nýlega hefir félagið haft forgöngu um að hér yrði komið upp barnaleikvöllum á þrem stöðum og er nú að leggja fram fé til kaupa á leiktækjum. Þá hefir félagið styrkt verulega dansnámskeið fyrir börn, sem þau hafa haft mjög gott af. Fleira mætti telja upp, en ekki verður það gert í þessu stutta yfirliti. Margar leiðir hefir félagið til að afla tekna. Á fyrstu árunum lætur það róa með lóðar- stubb, en það mun ekki hafa staðið lengi því snemma er þess getið í fundargjörð að stubbur- inn hafi týnst í sjó. Það ræktar kartöflur, held- ur dansleiki og selur þá jafnan veitingar, heldur hlutaveltur, fyrirlestra og leiksýningar. Á seinni árum bætist við einn bazar á ári og þorrablót, sem er ein vinsælasta skemmtun ársins. Bak við þetta allt liggur mikil vinna, en það hefir alltaf verið styrkur félagsins, hve konur hafa verið samtaka og einhuga um allt, sem þurft hefur að gera og hve það hefur haft mörgum hæfileika- og dugnaðarkonum á að skipa. Fundir eru haldnir einu sinni í mánuði og eru þeir að jafnaði vel sóttir. Sá háttur er hafður á, að þrjár konur eru kosnar til að sjá um kaffi og þrjár til að skemmta á hverjum fundi. Fyrst eru málin rædd og afgreidd, síðan kemur skemmti- nefndin með eitthvað til fróðleiks og skemmtun- ar. Það er sungið, ljóð eru lesin, sagðar sögur, getraunakeppni, kvikmyndasýningar o.fl. í fund- arlok er svo drukkið kaffi og er þá glatt á hjalla og umræður fjörugar og allar hlökkum við til að hittast aftur á næsta fundi. Enn er eitt ótalið, sem hefir verið snar þáttur í starfi félagsins á seinni árum, en það eru ferða- lög félagskvenna. Leikhúsferð er farin að minnsta kosti einu sinni á vetri, stundum oftar. 19. júní er hátíðlegur haldinn með því að fara í stutta ferð um nágrennið og heimsækjum við þá gjarn- an höfuðborgina og skoðum eitthvað markvert og skemmtum okkur. Aðalferðin er farin i júli. Það er yndislegt að ferðast um og skoða landið sitt, er það klæðist hásumarskrúða enda hafa þessar ferðir orðið bæði félagslegur og persónulegur ávinningur. Fagrir staðir hafa verið skoðaðir, minningarnar hafa verið indælar og munum við lengi að þeim búa, við kynnumst og tengjumst traustum félags- og vináttuböndum. Og alltaf er vetrarstarfið blómlegra eftir velheppnaða skemmtiferð að sumrinu. Fyrir 47 árum lögðu 33 framsýnar konur grundvöll að þessu félagi og ennþá á félagið ungar konur. sem vilja vinna að göfugu málefni til heilla fyrir byggðarlag sitt. Fyrstu stjórn kvenfélagsins skipuðu þessar konur' Ásdís Rafnar, formaður, Katrín Jónsdóttir, gjald- keri, Gróa Eggertsdóttir, ritari. HÚSPREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.