Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 36

Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 36
Það er nefndin sem ræður hvaða upp- lýsingar eigi að standa á kynningarmið- anum, og hefur hún í þeim efnum sam- band við sérfræðinga og aðra sem hlut eiga að máli. Vitneskja um notagildi og einkenni er ekki hægt að láta í té í vöru- kynningu nema hægt sé að hafa gætur á að upplýsingarnar séu ávallt réttar án stórkostlegrar fyrirhafnar. Vörur með vörukynningarmiða hafa einnig komið hingað til landsins. Hér eru t.d. seldar sænskar kaffikönnur (hita- könnur) með vörukynningarmiða, enn- fremur eru hér á boðstólum danskir kæli- skápar með vörukynningu. Á hitakönn- unni voru meðal annars eftirtaldar upp- lýsingar: Kannan rúmar 9 dl (Afgreiðslustúlkan sagði, að hún mundi rúma 11). Um leið var þess getið á miðanum að einn kaffi- bolli rúmar 1.5 dl. Hægt er að hella sjóð- andi vökva í könnuna án þess að glerið springi. Þegar slegið er á ytra borð könn- unnar fær kannan einkunnina 4 fyrir styrkleika (mælikvarði 1-5, þar sem 5 er hæsta einkunn). Ennfremur er þess getið úr hvaða efnum kannan er gerð og að hægt sé að skipta um gler í könnunni, ef það skyldi brotna. Að lokum er vitneskja um hvernig eigi að fara með könnuna. Á Norðurlöndum og víðar eru ýmsar heimilisvélar og áhöld rannsakaðar. Nið- urstöðurnar eru síðan birtar í málgögn- um tilraunastöðvanna. Kv'enfélagasam- band Islands er áskrifandi að bæklingum ýmissa heimilisrannsóknastöðva. Ef keypt er t.d. hrærivél eða þvotta- vél er rétt að kynna sér mismunandi gerð- ir og afla sér síðan vitneskju um niður- stöður rannsóknanna ef hún er fyrir hendi annað hvort hjá Neytendasamtökunum eða á Leiðbeiningastöð húsmæðra, en hún er rekin á vegum Kvenfélagasam- bandsins. Því meiri vitneskja sem fengin er þeim mun auðveldara er að velja þá vél, sem bezt hentar þörfum fjölskyld- unnar. En það er fyrst og fremst undir neyt- endum komið hve mikil áhrif slík fræðsla 34 mun hafa. Hér þurfa húsmæður og aðrir að fylgjast vel með, hafa áhuga á öllum vörumerkingum, og kynna sér þær vand- lega. Sé nógu eindregið óskað eftir upp- lýsingum, þá koma þær fyrr eða síðar. Vörumerkingar ættu að stuðla að auk- inni vöruvöndun og góðar vörur munu bæta lífskjörin almennt og hafa þannig heillavænleg áhrif fyrir þjóðarbúskapinn í heild. KASSEROLLE AF VALSET ALUMINIUM TIL ELEKTRISKE MASSEPLADER Fabrlkat: XV7. Rumindhold: l'/2 1 Bunddiameter udv. 14,5 cm Bundtykkelae: 5, 5 mm Plandrejet SldetykkelBc: t, 5 mm llældekant: med/iMÍetr Skaft: varmeiaolerende táler ovntemperatur pS 130 C, *s^Dansk Varedeklaratione-N*vn^^ 2. Innkaup á vörum til daglegra þarfa (matur og hreinlætisvörur). Daglegt vandamál margra húsmæðra er að ráða fram úr spurningunni: ,,Hvað á ég að hafa í matinn í dag og hvað þarf að kaupa til hans?“ Hagkvæmara er að semja mataráætlun fyrir t.d. eina viku í senn og haga innkaupunum eftir henni. Hægt er að skipta heimilisinnkaupun- um í þrjá flokka: 1. Vörur sem einungis eru keyptar einu sinni í mánuði (t.d. hveiti, sykur og aðrar kornvörur, krydd, niðursuðu- vörur og hreinlætisvörur). 2. Vörur sem keyptar eru einu sinni i viku (t.d. smjör, kaffi, grænmeti og álegg). HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.