Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 44

Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 44
félagsins. Til hennar er vísað áskorunum og til- lögum, er fram koma á félagsfundum varðandi þau mál, og fjallar hún um þær áður en þær fara lengra. Álit skólamálanefndar er, að þetta vandamál verði ekki leyst til fulls nema með samvinnu sveitarfélaganna, sameiginlegum ungl- ingaskóla fyrir tvö eða fleiri sveitarfélög. Innan félagsins starfa nokkrar fastanefndir, þær eru þessar: Kvenréttindanefnd, friðarnefnd, heilbrigðismálanefnd, garðyrkjunefnd og nefnd, er annast útbreiðslu ,,Húsfreyjunnar“. Þessi upp- talning gefur nokkra hugmynd um að hverju er starfað. Einnig er unnið að sjúkrahúsmáli Sunn- lendinga eins og önnur félög innan S.S.K. gera. Nú á þessu ári mun félagið afhenda til sjúkra- húsbyggingarinnar tuttugu þúsund krónur. Eins og sjá má á framangreindu, leggur fé- lagið mikla áherzlu á hin uppbyggilegu mál, en það snýst nú samt ekki allt um þau, oft er tekið upp léttara hjal og komið saman til þess að skemmta sér. Það eru haldnar skemmtisamkom- ur í félagsheimilinu fyrir alla íbúa sveitarinn- ar og barnasamkoma um jólin. Einnig höldum við svokölluð baðstofukvöld 1—2 á ári. Þá er komið saman á heimili einhverrar félagskonu og nokkrum sinnum á vetri eru spilakvöld. Á sumr- in förum við oftast í skemmtiferð og stundum líka berjaferð og eigum þar saman ánægjulegar stundir. Núverandi stjórn félagsins skipa þessar konur: María Sigurðardóttir, form., Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, ritari, Katrín Einarsdóttir, gjaldkeri. Félagið er aðili að samtökunum Vernd, og er einnig í Menningar- og friðarsamtökum íslenzkr akvenna. Konur í kvenfélögum á íslandi eru taldar vera minnst fjórtán þúsund. Kvenfélagasamband ís- lands er aðili að Húsmæðrasambandi Norður- landa. Eftir því sem ég kemst næst, erum við því tengdar félagssamtökum á Norðurlöndum, er E F N I : Húsmóðurstaðan (A. Sig.) .................... 1 Fáein orð á ferðalagi (T. Gunnlaugss.) .... 3 Á rökstólum (Sigr. Th.) ..................... 7 Okkar á jnilli sagt (H. M.) ............... 10 Máttur jnálsins (M. Jónsd. þ.) ............. 16 ManneJdisþáttur (Kr. Stgrd.) ............... 18 Heimílisþáttur (E. E. G.) .................. 21 Sjórabók (E. E. G.) ........................ 23 Heimilisþáttur (Sigr. Kr.) ................. 27 F-'á leiðbeiningastöð húsmæðra (S. H.) .... 30 í'erðastökur (Ásdís Kárad.) ................ 38 Anna Hagström látin ........................ 39 Úr ýmsum áttum.............................. 40 Húsfreyjan kemur út 4 sinnum á ári. Ritstjórn: Svafa Þórleifsdóttir Meðalholti 9 - Simi 16685 Sigríður Thorlacius Bólstaðarhlíð 16 - Sími 13783 Elsa E. Guðjónsson Laugateigi 31 - Sími 33223 Sigríður Kristjánsdóttir Sunnubraut 6, Kpv. Sími 35748 Kristjana Steingrímsdóttir Hringrbraut 89 - Sími 12771 Afgreiðslu og innheimtu annast Svafa Þórleifsdóttir, Meðalholti 9. Auglýsingast j óri: Matthildur Halldórsdóttir. Sími 33670 Verð árgangsins er 60 krónur. í lausasölu kostar hvert venjulegt hefti 20 kr. Gjald- dagi er fyrir 1. júlí ár hvert. Prentsmiðja Jóns Helgasonar. samanstanda af tvöhundruð og áttatíu þúsund konum, þetta er í mínum augum há höfðatala, ef öll höfuðin hugsuðu um framgang sama máls, — góðs máls, er varðaði eitthvert landanna, eða öll, og beitti sér fyrir málinu, hlyti eitthvað að vinnast. Kvenfélag Fljótshlíðar er líka aðili að friðarsamtökum, er samanstanda af milljónum kvenna í hundrað löndum. Við erum að vísu lítill dropi í stóru hafi, en „dropinn holar steininn". Við lifum á tímum hraða og mikilla tæknilegra framfara og samkvæmt því fer bilið milli landa — já heimsálfa, minnkandi. Ein rödd er túlkar sannan og fagran tón vek- ur heimsathygli. — Er þá ekki líklegt að hlustað verði á milljónir radda samstilltar? Kringum- stæður nútímans hrópa á friðelskandi fólk til þess að vinna að afnámi vígbúnaðar. Að lokum langar mig að spyrja: Hvert er markmið og áætlun K.í. og héraðs- sambandanna í nútíð og framtíð? Njóla Jónsdóttir. Sem svar við spurningunni í niðurlagi þessa fréttapistils vill ,,Húsfreyjan“ leyfa sér að benda höfundinum á 3. gr. laga Kvenfélagasambands íslands og framtíðaráætlanir K.Í., er samþykktar voru á landsþingi K.í. árið 1963 og birtar í 3. tbl. Húsfreyjunnar það ár bls. 36—37. 42 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.