Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 18

Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 18
Mátfur málsins Það eru níu börn í smábarnabekknum, auk litlu telpunnar, dóttur yfirkennarans, sem er aðeins fimm vetra gömul. Börnin eru ekki mörg, en enginn hefir áhyggjur af því, ekki einu sinni kennslukonan. Þetta er eins og ofurlítil veröld útaf fyrir sig, og allir hafa um nóg að hugsa. Bekk- irnir standa í þremur reglulegum röðum, þrjú börn í hverri röð. I glugganum eru blómsturpottar með rauðum og hvítum pelargóníum, og svo er þar einn kaktus, sem vex svo óskaplega hægt og seint. A hverjum morgni eru blómin vökvuð með óþarflega miklu vatni. Það síast niður í skálarnar, sem pottarnir standa á og drýpur að lokum niður á gólfið. Og áður en kennslukonan hefir lokið við að lesa morgunbænina, opnast dyrnar fram í anddyrið og krakkarnir í öðrum bekk segja frá því, sem við hefir borið kvöldið áður. Það eru aðeins fjórtán dagar síðan skólinn byrjaði. Börnin sitja stillt og hljóð, teygja úr hálsunum líkt og fugls- ungar og hlusta — nema litla telpan yfirkennarans auðvitað, sem þekkir allt út og inn, og svo hann Valdi, sem finnur enga ástæðu til að vera hræddur eða feim- inn. Á meðan kennslukonan lagar til og sýslar sitthvað við kennaraborðið sitt stóra, segja börnin ýmislegt, hvert á fætur öðru, en orðin koma hægt og slitrótt með löngu millibili. Stundum er þó eins og þau fari að herða á sér og koma þá ótt og títt, og við og við kinkar kennslukonan kolli og segir: — Já, einmitt það! Og ein- stöku sinnum brosir hún eða jafnvel hlær og horfir eitt augnablik á þann, sem er að segja frá, og þessi augnablik eru há- tíðis- og gleðistundir. — I gærkvöldi komust þrír elgir inn á akurinn okkar, segir Emma, lítil starfsöm telpa með freknur á nefinu. Hún er mjög ákveðin á svip og dálítið drýldin. — En hjá okkur komust fjórtán hirtir inn á jarðarberjalandið, bætir þá önnur telpa við. — Kennari. Á sunnudaginn var kom ókunnugur maður úr borginni til okkar, segir Emma ,án þess að skipta sér nokkuð af því sem hin sagði um hirtina. — Og hann gat skrifað undarlega bókstafi, sem enginn gat lesið, og hann er frá útlandinu, segir hún að lokum sigri hrósandi. — Já, segir Valdi og ákefðin skín út úr honum, og hann er rjóður í andliti. Hann talar ótt og hátt, enda þótt Emma líti til hans aðvörunaraugum. — Hann kom líka til okkar, og hann hefir gengið í skóla í borginni, og svo hefir hann aldrei séð elgsdýr. Kennslukonan brosir, er hún heyrir um þennan mann úr borginni, sem hefir aldrei séð elg. En Emma snýr sér að Valda og horfir á haxm með mestu fyrirlitningu. En hann skeytir því engu, því að hann er viss um, að kennslukonunni hefir fallið frásögn hans vel í geð. Hann heldur áfram að hugsa um unglinginn þýzka, sem kom frá borginni. Og eftir skamma stund bætir hann við töluvert hreykinn eftir velgengn- ina. — Pabbi skaut héra í gærkvöldi. — Það var ekki amalegt, segir kennslu- konan. — Og mamma steikti hann seint í gær- kvöldi. En ég var svo syfjaður. Þá snýr Emma sér að honum eldfljótt. — Þið eigið ekkert veiðiland til þess að veiða á, segir hún og horfir nærri því illilega á hann. — Lokið dyrunum, segir kennslukonan. HÚSPREYJ/.N 16

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.