Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 30

Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 30
t.d. á bak við skáp eða annað, því að lit- ur á veggfóðrinu getur leystst upp, og lit- ur úr gömlu veggfóðri komið í gegn. Náist ekki bletturinn má líma yfir þannig að munstrið falli sem bezt saman, eins og sýnt er á 4. mynd. Hafið brúnirnar á bótinni ójafnar og þynnið þær á röngu með sandpappír eða rakblaði, svo að þær falli betur að. Þvottaveggfóður ætti ætíð að þvo með varúð, því að það er mjög misjafnt, hve vel það þolir þvottinn, og bezt er að reyna á afviknum stað fyrst, áður en aðalþvotturinn hefst. Reynið að væta veggfóðrið sem minnst. Gott er að nota svamp, notið milt sápuefni eða „neutralt, syntetiskt" þvottaefni. Skolið þvottaefnið af og þerrið veggfóðrið síðan með mjúkum, voðfelldum klút. Ef reynsl- an sýnir að veggfóðrið þolir ekki reglu- legan þvott, verður að láta nægja að þerra það með undnum klút. 4. mynd Lakkmálningu eða olíumálningu er gott að þvo úr ,,syntetisku“ sápuefni eða sápu- legi. Hafið sömu aðferð og lýst er i 2., á., 5. og 6. lið hér á eftir við matta máln- ingu, en vætið vegginn úr hreinu vatni fyrst og byrjið neðst. Farið eftir fyrir- sögnum á þvottaefninu um styrkleika vatnsins. Skolið sápuna ætíð vandlega af úr hreinu vatni og þerrið veggi með góð- um klút, svo að ekki komi misjafnar rendur á þá. 2. mynd 3. mynd Hreinsið veggfóður með góðu strokleðri. Fitublettum má ná burtu með kartöflumjölsgraut, sem vætt er í með blettavatni eða bnesíni. Burstið í burtu þegar blettavatnið er gufað upp eða þurrt. Náist bletturinn ekki, verður að líma yfir hann bót, sem fellur að eftir munstrinu. framkvæma af mikilli varfærni. Gott er að ryksjúga það með mjúkum og hrein- um ryksugubursta. Einnig má þurrka veggina með mjúkum klút, sem vafið er um kústhaus á löngu skafti (sjá 6. mynd). Flytjið burstann til skipulega far eftir far yfir vegginn, svo að ekki komi rendur á hann. Ef veggfóðrið þolir ekki þvott, má ná blettum af með góðu strok- leðri (sjá 1. mynd). Fitublettum má ná með blettavatni (triklór). Búið til kart- öflumjölsgraut, vætið í kartöflumjölinu með blettavatni, og berið grautinn á blettinn. Þegar hreinsiefnið hefur gufað upp, á að bursta mjölið burtu með mjúk- um bursta (sjá 2. og 3. mynd). Gott er að gera tilraun með þetta á afviknum stað, 1. mynd 28 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.