Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 29

Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 29
HEIMILISÞÁTTUR Hpeingerning á veggjum Fyrir nokkru var ekki um annað að ræða en að veggfóðra eða þá að mála með olíu- málningu. Olíumálning er sterk og þolir vel hreingerningu, ef rétt er að farið. En það er nokkur vandi að mála með olíu- málningu, svo að fæstir leggja í það sjálf- ir. Nú er líka í tízku að hafa veggi matta, en ekki með sterkum gljáa, nema þá eld- húsveggi. En gljáandi málning hrindir líka betur frá sér óhreinindum en mött. En með tilkomu nýju plastmálningarinn- ar eða annarrar tilbúinnar málningar (syntetiskrar málningar) er þessu öðru vísi háttað, því að vandalítið er fyrir ófaglærða að mála með henni. Olíumálning er blanda af litardufti og línolíufernis, sem er fremur þunn olía og er um 16 klst. að þorna. Plastmálning er blanda af litardufti og plastbindiefni, sem er mjólkurhvítur vökvi, mjög fíngerð blanda af örsmáum plastkúlum í vatni. Plastbindiefnið er álika þunnt og línolíufernis en þornar á um 1 klst., þar sem vatnið gufar upp og plastkúlurnar límast saman í þunna himnu. Margs konar tilbúin málning er nú not- uð og er sterk og þolir að ýmsu leyti bet- ur hreingerningu en olíumálning, og er hún því mjög heppileg þar sem mikið óhreinkast og oft þarf að gera hreint, en menn vilja samt hafa matta veggi. Veggfóður var mikið notað hér áður, en það var þá þannig, að lítið var hægt að gera það hreint og þurfti þá að skipta um, þegar veggfóðrið var orðið óhreint. Nú fæst veggfóður með plasthúð, sem þolir vatn. Er það farið að ná nokkurri út- breiðslu. Víða erlendis hefur það lengi tíðkazt að nota veggfóður, meira eða minna munstrað, og þykir það þá setja skemmtilegan og persónulegan svip á stofurnar. En óhreinindi, sem alltaf vilja setjast á veggina, sjást að sjálfsögðu minna á mislitu og munstruðu veggfóðri en einlitum ljósmáluðum veggjum. Eigi veggfóður að njóta sín fyllilega, verður veggurinn undir að vera sléttur og misfellulaus. Bezt er að setja pappír á steininn undir veggfóðrið, þá lhnist það betur og áferðin verður fallegri, og sam- skeyti geta verið jafnari. Nota má sérstak- an pappír, sem heitir loftapappír og er með útþynntum jaðri, einnig er stundum not- aður venjulegur brúnn umbúðapappír. Nú fæst hér á landi veggfóður, sem er lím- borið, og getur fólk auðveldlega sett það sjálft upp, þar sem ekki þarf annað en bleyta það á röngunni til að líma það upp. Einnig er það kantskorið og hægt að jaðra það saman, þannig að samskeyti sjáist lítið eða ekki. Þetta veggfóður er með margvíslegum munstrum, t.d. fæst það í ýmsu viðarlíki. Á þessu veggfóðri er plasthúð, sem má þvo, og beztu teg- undir má þvo með sápulöðri. Skynsam- legt er að lakka yfir veggfóðrið með glæru lakki eða mattlakki, má þá þvo það eins og lakkmálningu. Einnig má setja litað lakk á veggfóður, ef óskað er eftir að skipta um áferð á því. Hreinsun á veggfóðri verður alltaf að 27 HÚSPREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.