Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 11

Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 11
veggja. Ég myndi segja, að hundrað fer- metra gólfflötur innan veggja ætti að nægja meðalfjölskyldu. S.K. Hvaða stærðarhlutfall er talið að vera skuli milli svefnherbergja og stofu? H.H. Við erum naumlega komnir svo langt enn, að hægt sé að tala um nokkurt ákveðið hlutfall þarna á milli. Á fundi um byggingamál, sem Norðurlöndin efndu til í Kaupmannahöfn nú í vor, var einmitt verið að undirbúa það verk, að finna hæfi- lega íbúðarstærð og hlutföll milli vist- arvera, sem nota mætti framvegis til leið- beiningar í umræðum um þessi mál. E.G. Eru gerðar meiri kröfur til íbúð- arhúsnæðis hér en erlendis? S.K. Og ef svo er, er það þá af því, að við séum vandlátari með húsnæði, eða að nauðsynlegt sé að byggja vandaðri hús hér vegna jarðskjálftahættu og veðurfars? H.H. Eg tel, að íbúðir hér verði fyrst og fremst íburðarmeiri en annars staðar vegna þess hve fólk fær að ráða miklu sjálft um gerð þeirra. Erlendis eru fólki almennt afhentar íbúðirnar fullgerðar, hvortheldur sem það eru byggingafyrir- tæki eða neytendafélög, sem annast fram- kvæmdir fyrir einstaklinga, eða um er að ræða fyrirtæki, sem sjálf eiga íbúðir og leigja þær. Undantekning frá þessu er það, að einstaklingar ráði sér arkítekt, sem þá vinnur samkvæmt séróskum þeirra. Slík hús geta orðið mjög íburðar- mikil, enda er þá jafnan um auðugt fólk að ræða. Fyrirtæki, sem selja íbúðir á leigu, láta víða greiða ákveðna upphæð í byrjun leigutímans og miðast sú upphæð við það, að nægja til að mála íbúðina og framkvæma nauðsynlegar viðgerðir á henni, áður en næsti leigjandi tekur við henni. Síðan greiða menn svo fasta mán- aðarleigu. í Danmörku er ekki óalgengt í nýjum íbúðum að menn greiði úm 30 hundraðshluta launa sinna í leigu og verð- ur það að teljast dýrt. Aftur á móti er algengt í Noregi, að menn greiði aðeins 10—16 hundraðshluta launa í húsaleigu. S.K. Hvað veldur þessum mikla mun? H.H. Fyrst og fremst það, að í Noregi lánar ríkið allt að 70—80 hundraðshluta af byggingarkostnaðinum til langs tíma og með lágum vöxtum. Menn fá þar ríkis- lán til hundrað ára, svo að raunverulega á ríkið íbúðirnar, þó að þær teljist ein- staklingseign. Hér á landi veldur það miklu um hve hár húsnæðiskostnaður er, að lánin, sem menn fá, eru til alltof skamms tíma og ófullnægjandi. S.K. Hvernig stendur á því, að kostn- aðaráætlanir um byggingar virðast aldrei standazt? Er það af því, að verðbreyt- ingar séu svo örar? H.H. Ekki eingöngu, það er mikið vegna þess hve erfitt er að útvega efni. Margir hlutir eru ekki til nema stundum og það fer ótrúlegur tími — og um leið peningar — í það að leita uppi einföldustu hluti. Slikt tefur vinnuna og truflar allar áætl- anir um framkvæmd verksins. S.K. Þetta er auðvitað mjög óþægilegt fyrir þann fjölda fólks, sem stendur í byggingaframkvæmdum og getur aldrei gert sér verulega grein fyrir því hvað hver áfangi muni kosta. Önnur afleiðing þess hve oft vantar nauðsynlega hluti er það, að menn verða að taka það, sem fæst hverju sinni, án þess að geta gengið úr skugga um, að það sé hið bezta eða það, sem þeim bezt hentar. E.G. Hvað er hægt að gera til þess að skipuleggja húsbyggingar betur? H.H. Við gætum byggt verksmiðju, sem framleiddi ákveðna hluti í hús. Það gæti gert byggingarnar einfaldari og ódýrari. Þar yrðu t.d. fyrirfram skorin öll rör og vegg- og loftplötur steyptar, áður en það væri flutt á byggingarstaðinn. Með því mætti nota ófaglærða menn að nokkru og spara stórlega vinnustundafjölda við byggingaframkvæmdir. Einnig myndi frekari stöðlun (standardisering) á mörg- um hlutum í hús spara stórfé. S.K. Það væri líka mikils virði, að menn gætu fengið að sjá einstaka hluta innréttinga áður en valið er á milli og allt er klappað og klárt. Er ekki reynt að Framhald á bls. 12 9 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.