Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 11
Mixail Ivanoviö Steblin-Kamenskij 9
Eftir Steblin-Kamenskij liggur einnig mikið framlag til kynningar
og rannsóknar á íslenzkum fornbókmenntum. Hann reyndi einkum
að setja sig í spor samtíðarinnar, sem skóp þessar bókmenntir, og taldi,
að nútímamenn gætu því aðeins skilið þær rétt,aðþeir reyndu að skilja
þærfrá sjónarhóli liðinnar samtíðar. Þannig skýrir hann það að höf-
undar íslendingasagna skuli vera ónefndir og óþekktir sem afleiðingu
ómeðvitaðrar höfundartilfinningar. Þetta kemur einkum fram í bók
hans Mir sagi (Heimur íslendingasagna), sem er eins konar heildar-
mynd kenninga hans um þetta efni og kom út á íslenzku í þýðingu
Helga Haraldssonar á síðastliðnu ári. Rannsóknir íslendingasagna
urðu honum einnig tilefni til þess að rekja hin ýmsu þróunarstig
skáldsögunnar sem bókmenntagreinar mannkynsins, en í íslenzkum
bókmenntum telur hann, að lesa megi ótrúlega skýrt öll stig þessarar
þróunar. Það er áreiðanlegt, að íslenzkir fræðimenn mættu gefa þess-
um kenningum gaum, en hvort þeir yrðu þeim sammála er önnur
saga.
Síðasta stórvirki Steblin-Kamenskijs var útgáfa á rússneskri þýðingu
á Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Hann vann verkið að vísu ekki
einn, en fór yfir heildarverkið og samræmdi stíl og málfar hinna ýmsu
þýðenda, svo að verkið virkar sem heild. Auk þess samdi hann ritgerð
um Snorra og Heimskringlu, sem er að mörgu leyti sérstaklega athygl-
isverð, auk hinna viðamiklu skýringa handa hinum rússneska lesanda.
Er Steblin-Kamenskij varð sjötugur árið 1973, gáfu vinir hans og
nemendur út sérstakt hefti af tímaritinu Skandinavskij sbornik 18 sem
afmælisrit honum til heiðurs. Ritið gefur góða hugmynd um þá ótrú-
legu breidd, sem alla tíð kom fram í fræðistarfi Steblin-Kamenskijs
og sem þróast síðan í ýmsar stefnur og áttir hjá nemendum hans. Einn-
ig var 75 ára afmælis hans minnzt með lítilli grein í Skandinavskij
sbornik 24, 5-6 (1976). Steblin-Kamenskij var heiðursdoktor frá Há-
skóla Islands og frá Háskólanum í Stokkhólmi og er það órækur vitnis-
burður um það, hvernig kenningum hans og skoðunum var veitt eftir-
tekt. Einnig hlotnaðist honum margvísleg viðurkenning fyrir vísinda-
og fræðistörf, en þótt hann mæti viðurkenninguna mikils, ræddi hann
ekki um, því að starfið var honum mest virði af öllu. Nú þegar hann
er allur, eru fjölmargir nemendur hans sem minnast hans sem frábærs
kennara og mikils persónuleika. íslenzk fræði hafa við lát hans misst
einstakan fræðimann og ísland einlægan vin.