Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 21
ASTA SVAVARSDOTTIR
,,Þágufallssýki“
Breytingar á fallnoíkun í frumlagssœti
ópersónulegra setninga
Mamma, mamma — mcr hlakkar svo til þcgar. . .
Mig hlakkar, lciðrctti Haraldur.
Mig hlakkar svo til þcgar . . .
Ég hlakka til, árcttaði Asta.
Ég hlakka svo til þcgar . . .
Ertu eitthvað klikkuð kona, hrópaði Haraldur.
(Pctur Gunnarsson 1976:30)
Inngangur
Hér verður fjallað um breytingar á failnotkun í frumlagssæti óper-
sónulegra setninga, einkum liina svonefndu ,,þágufallssýki“.' Ekki
verður þó gerð tilraun til að skýra eðli og ástæður breytinganna til
nokkurrar hlítar. I stærstum hluta greinarinnar segir frá könnun á fall-
notkun með ópersónulegum sögnum sem gerð var meðal ellefu ára
barna víðs vegar af landinu veturinn 1980-81. Tilgangurinn var eink-
um að kanna tíðni og útbreiðslu ,,þágufallssýkinnar“ og leita svara
við ýmsum spurningum varðandi hana: Er hún bundin ákveðnum
sögnum öðrum fremur? Skiptir máli hvers konar nafnliður er í frum-
lagssætinu? Er ,,þágufallssýki“ svæðisbundin? Hafa ytri þættir eins
og námsárangur eða félagsleg staða áhrif á hvort börn eru „þágufalls-
sjúk“ eða ekki? Niðurstöðurnar gefa ekki fullnægjandi svör, m. a.
vegna þess að bara einn aldurshópur var prófaður, en þær gefa ákveðn-
ar vísbendingar um stöðu mála. í umræðum um málleg efni hlýtur
auk þess að vera fengur í tölulegum upplýsingum um atriði eins og
,,þágufallssýki“ sem oft ber á góma.
Niðurstöður úr könnuninni sýna að „þágufallssýki" er býsna algeng
enda þótt ,,rétt“ fallnotkun sé tíðari með öllum þeim sögnum sem
athugaðar voru. Ekkert bendir til þess að hún sé bundin einum lands-
hluta öðrum fremur en hins vegar virðist hún algengari hjá börnum
1 Greinin er að stofni til BA ritgerð við Háskóla íslands sem unnin var vorið 1981
undir handleiðslu Höskuldar Þráinssonar. Efnislega er hún óbreytt að mestu cn hcfur
verið stytt talsvert, cinkum fyrri hlutinn.