Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 22
20
Asta Svavarsdóttir
sem gengur illa í skóla og börnum úr „lægstu" stétt þjóðfélagsins en
öðrum. Athuguð var fallnotkun í ópersónulegum setningum með for-
nafni 1. persónu eintölu í frumlagssætinu annars vegar og fornafni 3.
persónu eintölu hins vegar; kom í ljós að „þágufallssýki“ var algengari
í 3. persónu. Aftur á móti var talsvert um það að þolfall væri haft
í stað þágufalls í 1. persónu: *mig leiðisf, þarna gæti verið um e. k.
ofvöndun að ræða. Enginn teljandi munur er á einstökum sögnum
með tilliti til „þágufallssýki".
í fyrri kafla greinarinnar er gefið lauslegt yfirlit yfir viðfangsefnið.
Fjallað er um ópersónulegar setningar, helstu einkenni þeirra og
breytingar á fallnotkun í frumlagssætinu, einkum „þágufallssýki".
Auk þess eru rakin í stuttu máli ólík viðhorf til „sýkinnar" og barátt-
unnar gegn henni. í síðari kaflanum er greint frá könnuninni, undir-
búningi hennar og framkvæmd, og fjallað um niðurstöðurnar.
1. Um ópersónulegar setningar og ,,þágufallssýki“
1.1
Helsta einkenni ópersónulegra setningagerða er að sögnin lagar sig
ekki að persónu og tölu nafnliðarins sem stendur í frumlagsstöðu enda
þótt hún sé í persónuhætti. Sögnin er jafnan í 3. persónu eintölu og
eiginlegt frumlag er ekki til staðar, a. m. k. ekki miðað við
hefðbundna skilgreiningu hugtaksins:
(1) Frumlag er fallorð, fallsetning eða bein ræða í nefnifalli, er
táknar þann (þá, það), sem aðhefst, er eða verður það, sem
umsögnin segir.
(Björn Guðfinnsson 1943:7)
Skipta má ópersónulegum setningum í íslensku í tvo flokka eftir því
hvað stendur í frumlagssæti þeirra.
(2) 1 Setningar með e. k. gervifrumlagi, merkingarsnauðu fornafni
í nefnifalli, oftast það en stundum líka hann með vissum sögn-
um: það/hann rignir. Slíkt gervifrumlag kemur aðeins fyrir
fremst í setningum; ef annar setningarliður stendur fremst,
t. d. sögnin sjálf (í spurnarsetningum) eða atviksliður, er setn-
ingin frumlagslaus.
2 Setningar með fullgildum nafnlið í aukafalli í frumlagssætinu:
Hana langar í bíó; Styttuna bar við himin.