Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 24
22
Asta Svavarsdóttir
tekur sögnin hins vegar engum breytingum, hún stendur eftir sem áður
í 3. persónu eintölu og setningin er áfram ópersónuleg.
Fyrrnefnda breytingin, úr þolfalli í nefnifall, tengist einkum óper-
sónulegri notkun sagna eins og reka, bcra og daga:
(6)1 Bátinn rak til hafs—> Báturinn rak . . .
2 Manninn bar við bæinn —> Maðurinn bar . . .
3 Tröllkonuna dagaði uppi —> Tröllkonan dagaði . .
Slíkar setningar eru líklega fremur óalgengar í daglegu tali og verður
ekki fjallað frekar uni þær. Hin breytingin, úr þolfalli í þágufall, er
hins vegar meginviðfangsefni greinarinnar. Hún er gjarnan kölluð
,,þágufallssýki“.
1.2
Talsvert stór hluti ópersónulegra sagna táknar e. k. hugar- eða lík-
amsástand. Vegna merkingar þeirra er ,,frumlagið“ alla jafna lifandi
vera, a. m. k. í daglegu tali, og hefur verið nefnt reynandi (experi-
encer; sjá Höskuldur Þráinsson 1979:487); lýsir það hugtak merk-
ingunni betur en hið hefðbundna hugtak þolandi. Upprunaiega taka
sumar sagnir af þessum merkingarflokki með sér frumlag í þolfalli en
aðrar í þágufalli. Hið síðarnefnda virðist þó smám saman vinna
á og ryðja þolfallinu úr vegi. Að því er séð verður gætir hins vegar
sáralítillar tilhneigingar til að nota þessar sagnir persónulega. Þarna
virðist því fremur um e. k. samræmingu á fallnotkun innan flokks
ópersónulegra sagna að ræða en tilfærslu milli flokka. „Þágufalls-
sýkin“ virðist því ekki líkleg til að útrýma ópersónulegum setninga-
gerðum í málinu þó að hún næði fram að ganga, þær virðast þvert
á móti bráðlifandi og dæmi eru um að sagnir sem upprunalega eru
persónulegar séu nú hafðar ópersónulegar.
Eflaust eru margar og margvíslegar ástæður fyrir ásókn þágufalls
á kostnað þolfalls í ópersónulegum setningum. Hér skal ekki reynt
að koma með fullgilda skýringu á breytingunni en drepið á nokkra
þætti sem gætu haft áhrif á famgang hennar.
I fyrsta lagi má nefna að sagnir sem taka með sér þágufall eru líklega
algengari í daglegu tali en hinar sem taka þolfall enda þótt þær séu
e. t. v. ekki fleiri í málinu. Margar þolfallssagnanna eru sjaldgæfar,
koma naumast fyrir í talmáli og eru jafnvel sjaldséðar í ritmáli líka,
t. d. hungra og þyrsta. Aðrar eru reyndar mjög algengar, s. s. vanta,