Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 25
„Þágufallssýki“
23
lcinga og dreyma, en þær eru tiltölulega fáar. Þágufall er auk þess
algengt í frumlagssæti ópersónulegra setninga með algengum sagna-
samböndum með vera og verða: Mér er illf, Mér verður kalt, og í óper-
sónulegum þolmyndarsetningum: Þeim var vel tekið. Þannig er þágu-
fall býsna oft notað í þessari stöðu en þolfallið er hins vegar bundið
fáeinum sögnum í virkum orðaforða manna.
í öðru lagi má segja að um sé að ræða e. k. tilhneigingu til einföld-
unar í málkerfinu. Ef gerður er greinarmunur á ópersónulegum þol-
falls- og þágufallssögnum, þarf e. k. valþátt í orðasafninu með hverri
sögn sem segir fyrir um fall ,,frumlagsins“ sem hún tekur með sér
í ópersónulegum setningum. ,,Þágufallssjúkur“ maður (sem auk þess
notar sagnir eins og bera, reka og draga persónulega) hefur ekki slíkan
valþátt í sínu orðasafni, hann greinir bara á milli persónulegra sagna
með nefnifallsfrumlagi og ópersónulega með þágufalls- ,,frumlagi“.
Breytingunni mætti lýsa þannig:
hlœja: so., pl.
í síðasta lagi eru allar sagnir sem hér um ræðir líkar að nterkingu.
Þær tákna allar eða allflestar e. k. hugar- eða líkamsástand og eru
því e. t. v. skynjaðar sem heildstæður merkingarflokkur. Af því getur
sprottið tilhneiging til að skipa þeim einnig saman í e. k. formlegan
flokk. Þessu til stuðnings má benda á þá áráttu að nota fáeinar sagnir
af sama merkingarsviði ópersónulega þó að upprunalega séu þær per-
sónulegar. Þetta á einkum við um sagnirnar hlakka og kvíða. Þeim
virðist þannig skipað í sama flokk og hinum jafnt foimlega sem merk-
ingarlega. Baráttan gegn þessari tilhneigingu hefur einmitt tengst mjög
stríðinu við ,,þágufallssýkina“. Af þessum sökuni voru þessar sagnir
líka hafðar með í könnuninni sem greint verður frá hér á eftir.
1.3
,,Þágufallssýkin“ er eitt þeirra málfarslegu frávika sem oftast ber
á góma í umræðum um málvernd. Mjög hefur verið amast við þessari
breytingu — eða tilhneigingu til breytingar — og opinberlega er litið