Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 28
26
2.1
Asta Svavarsdóttir
,,Þágufallssýkin“ er einkum áhugaverð sökum þess að hún tengist
sögnum sem eru mjög algengar í daglegu tali; telja má fullvíst að þær
séu hluti af virkum orðaforða allra talandi íslendinga. Petta eru sagnir
eins og vanta, langa, dreyma, minna o. fl. Mjög hefur verið amast
við þessari breytingu — eða tilhneigingu til breytingar — og eins og
fyrr segir hefur verið reynt að sporna við henni og litið á hana sem
villu, t. d. í skólum og fjölmiðlum. I daglegum samskiptum við fólk
og ekki síst í kennslu verður vart við að menn eiga í talsverðu basli
með fallnotkun með ópersónulegum sögnum og ,,þágufallssýkin“
skýtur víða upp kollinum. Þeir sem aldrei segðu ,,mér langar“ gætu
t. d. átt það til að segja ,,stráknum langar“ án þess að taka eftir því.
Það háir þó umræðum um „þágufallssýki" og aðrar ámóta ,,málvillur“
— eða frávik frá viðurkenndri málnotkun — að engar áreiðanlegar
upplýsingar hafa verið til um raunverulega tíðni og útbreiðslu þeirra.
Það þótti því forvitnilegt verkefni að reyna að grafast fyrir um stöðu
,,þágufallssýkinnar“, afla upplýsinga og vinna úr þeim. Gerð var
könnun á fallnotkun í frumlagssæti ópersónulegra setninga með nokkr-
um algengum sögnum, bæði sögnum sem upprunalega taka með sér
þolfall og öðrum sem taka þágufall.
Fyrsta skrefið var tekið vorið 1980. Þá var gerð dálítil forkönnun
til þess að athuga hvort mögulegt væri að komast að einhverju um
tíðni og útbreiðslu „þágufallssýki" með skriflegu prófi og hvernig best
væri að haga slíku.2 Saminn var texti og valin í hann mannanöfn sem
hafa samhljóða beygingarmyndir í öllum föllum nema eignarfalli (Þór
og Sif). Hann var tvítekinn á prófblaðinu. I fyrri útgáfunni voru engin
persónufornöfn heldur voru nöfnin sífellt endurtekin. Síðari útgáfan
var eyðufyllingaverkefni. Nöfnin voru víðast hvar felld brott og hafðar
eyður í staðinn; í þær átti ýmist að koma nefnifall eða eitthvert auka-
fall. í fyrirmælum sem fylgdu var beðið um að eyðurnar væru fylltar
með viðkomandi mynd perónufornafnsins og reynt að láta líta svo út
sem verið væri að leiðbeina um og prófa notkun persónufornafna al-
mennt. Þessi frumgerð var svo lögð fyrir í einum fjórða bekk (10 ára)
2 Forkönnunin var gcrð sem hópverkefni í samvinnu við nemendur mína í framhalds-
áfanga í málfræði við Fjölbrautaskóla Suöurnesja á vorönn 1980. Þeir lögöu prófið fyrir
og unnu úr því að talsverðu leyti. Höskuldur Þráinsson gaf mér góð ráð um tilhögun
og form prófsins. Kann cg þeim öllum bestu þakkir.