Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 30
28 Ásta Svavarsdóttir
í viðauka við greinina og vísast til þeirra til frekari glöggvunar á formi
prófsins.
Ákveðið var að prófa fremur ellefu ára börn en tíu ára með tilliti
til þess að þau réðu betur við verkefnið. Ætla má að flest börn á
þeim aldri hafi náð tökum á beygingakerfi og setningagerðum málsins
þótt reyndar sé ekki enn hægt að vísa til íslenskra rannsókna á mál-
töku því til stuðnings. Hins vegar má hafa hliðsjón af því sem ritað
hefur verið um máltöku erlendra barna, t. d. enskumælandi (sjá t. d.
Cairns & Cairns 1976:196-197). Um tvö hundruð börn voru prófuð
sem er u. þ. b. 5% þeirra sem sátu í fimmta bekk grunnskólans vetur-
inn 1980-81. Prófið var lagt fyrir í ellefu skólum sem valdir voru af
handahófi, en þó þannig að þeir væru úr öllum landshlutum. I Reykja-
vík var prófað í þrem skólum, hverjum í sínu hverfi: Ölduselsskóla
(Breiðholt), Fossvogsskóla (Austurbær) og Melaskóla (Vesturbær).
Enginn samanburður er þó gerður milli hverfa og hér á eftir er fjallað
um niðurstöður úr Reykjavík í heild. Uti um land var prófað á eftir-
töldum stöðum: Keflavík, Laugum í Hvammssveit, ísafirði, Akureyri,
Hafralæk í Aðaldal, Seyðisfirði, Ketilsstöðum í Mýrdal og Vestmanna-
eyjum. I hverjum skóla var prófið lagt fyrir í einum fimmta bekk
(11 ára) sem var blandaður með tilliti til námsgetu og námsárangurs.
í hverjum bekk voru frá ellefu upp í tuttugu og sex nemendur. Á
Ketilsstöðum voru að vísu bara fjórir ellefu ára nemendur svo niður-
stöðurnar segja harla lítið um ,,þágufallssýki“ í Mýrdal. Þær eru þó
hafðar með við útreikninga á heildarniðurstöðum fyrir landið allt.
Þarna var prófið hins vegar einnig lagt fyrir tólf og þrettán ára nem-
endur og fjöldinn í öllum þrem árgöngunum var fjórtán börn.
Framkvæmd könnunarinnar var þannig hagað að úti á landi voru
fengnir umsjónarmenn með prófinu sem fengu gögnin send ásamt
leiðbeiningum um tilhögun þess. Þeir sáu um að það væri lagt fyrir
og sendu svo úrlausnirnar til baka. í Reykjavík var haft beint samband
við skólana. Kennarar bekkjanna lögðu prófið fyrir.1 Algengast mun
hafa verið að báðir hlutar væru lagðir fyrir í einu, hvor á eftir öðrum,
en þó kunna að vera dæmi þess að þeir hafi verið prófaðir sinn daginn
hvor. Hins vegar var beðið sérstaklega um að A-hluta væri lokið og
úrlausnum skilað áður en B-hluta væri dreift til nemenda. Mælt var
3 Ég þakka öllum þeim scm lögöu hönd á plóginn viö framkvæmd könnunarinnar
fyrir hjálpina: skólastjórum og kennurum við skólana þar sem prófað var; nemendunum
sem leystu prófið; vinum og velunnurum sem gerðust milligöngumenn úti á landi.