Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 36
34
Asta Svavarsdóttir
3 þetta eru framfarir, sem enginn maður dreymdi um fyrir 30
árum (OH, 19.öid) .
4 þeir dreyma samt (OH, 20. öld)
2.2.2
Þá er að athuga val aukafalls með ópersónulegum sögnum. Mynd
2 sýnir fallnotkun með þeim sögnum sem upprunalega taka með sér
þolfall í frumlagssætinu.
Eins og sjá má er notkun þágufalls allalgeng í A-hluta enda þótt
þolfallið hafi vinninginn með öllum sögnunum. Hlutfall þágufalls er
víðast hvar ca 20-30% en fer allt upp undir 50% með svíða. Sú sögn
hel'ur þó þá sérstöðu að ópersónulega er hún ýmist notuð með þolfalli
eða þágufalli og getur það auðveldlega valdið auknum ruglingi. Merk-
ing er mismunandi eftir því hvort fallið er notað:
(12)1 Mig sveið í sárið
2 Mér sveið það að hún skyldi kjafta frá
F>að kann h'ka að ráða einhverju að sögnin virðist fremur sjaldgæf;
hún kemur hvorki fyrir í orðtíðniskrá Ársæls Sigurðssonar (1940) né
Baldurs Jónssonar (1975).
í B-hluta er síður notað þágufall með þessum sögnum, þolfall vinnur
þar á með öllum sögnunum nema svíða miðað við A-hlutann. Þannig
virðist ,,þágufallssýkin“ ásæknari í 3. persónu. Ekki er áberandi mun-
ur á fallnotkun mcð einstökum sögnum að svíða undanskilinni. Þágu-
fall er ekki síst notað með sögnunum langa og vanta enda þótt þær
sagnir séu einna oftast teknar sem dæmi í kennslubókum þegar varað
er við ,,þágufallssýki“ og ,,rétt“ fallnotkun með ópersónulegum sögn-
um brýnd fyrir börnum (Ársæll Sigurðsson 1969:40,59, 1970:27,52.
Hann tekur einnig fyrir dreyma: 1970:53.) Ætla mætti að þær sagnir
sem oftast er hamrað á kæmu ,,réttast“ út en sú er ekki raunin. Niður-
stöðurnar benda því ekki til þess að mikill árangur sé af baráttunni
við ,,þágufallssýkina“.
Mynd 3 sýnir fallnotkun með ópersónulegum sögnum sem venjulega
taka með sér þágufall. Þágufall er líka ríkjandi með öllum þessum
sögnum í báðum hlutum prófsins. Athyglisvert er þó að hér gerist
hið sama í B-hluta og með þolfallssögnunum; hlutfall þolfalls eykst
þegar ,,frumlagið“ er fornafn 1. persónu eintölu. Þarna kemur því