Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 39
„Þágufallssýki“ 37
fram e. k. ,,þolfalissýki“. Fallnotkun með öllum sögnunum er áþekk
en þó sker létta sig úr; með henni gætir óvenju mikiis ruglings í fall-
notkun. Ein ástæðan gæti verið sú að hún er líklega ekki mjög algeng,
kemur ekki fyrir hjá Ársæli Sigurðssyni (1940) og hefur lága tíðni hjá
Baldri Jónssyni (1975); vera má að börnunum sé hún ekki töm.
Notkun þolfalls með þágufallssögnum kann að vera merki um e. k.
ofvöndun. Athyglisvert er að hún kemur einkum fram í B-hluta, 1.
persónu eintölu, þar sem þolfall er líka tíðara með sögnum sem það
eiga að hafa. Þar sem sagnirnar sem hér er fjallað um tákna allar
e. k. hugar- eða líkamsástand. eru þær væntanlega oftast notaðar með
1. persónu í daglegu tali. Samkvæmt orðtíðniskrá Ársæls Sigurðssonar
(1940) er 1. persónu fornafn auk þess algengara en 3. persónu fornafn.
Hðni er sem hér segir: ég — 1414; mér — 331; mig — 139; lu'm —
517; hana — 161; henni — 138; er hér einungis tekið mið af þeim
myndum sem notaðar voru í könnuninni. Síðast en ekki síst er 1.
persóna líklega oftast tekin sem dæmi þegar sýna á rétta (eða ranga)
fallnotkun með ópersónulegum sögnum (sjá t. d. Björn Guðfinnsson
1967:60; Ársæll Sigurðsson 1970:19, 27, 53). Af þessum sökum er eðli-
legt að ofvöndunar, þ. e. a. s. notkunar þolfalls með þágufallssögnum
jafnt sem hinum, gæti einkum í 1. persónu. Slík ofvöndun hlýtur að
vera merki um rugling á fallnotkun með ópersónulegum sögnum engu
síður en hin eiginlega ,,þágufallssýki“ og gæti verið sprottin beint af
baráttunni gegn henni. Brýnt er fyrir börnum að nota ekki þágufall
með vissum sögnum og í viðleitni sinni til að gera ,,rétt“ nota þau
þolfallið víðar en það á við. Reyndar kann að vera um tímabundinn
rugling að ræða að einhverju leyti. Vera má að börn séu ekki almennt
búin að ná fullum tökum á vali aukafalls með ópersónulegum sögnum
við ellefu ára aldur og niðurstöður frá Ketilsstöðum þar sem talsverður
hluti barnanna sem tóku þátt í könnuninni var tólf og þrettán ára
benda til þess að svo kunni að vera (sjá töflu 4h í Viðauka II). Hins
vegar er hlutfall hinnar eiginlegu ,,þágufallssýki“ svipað hjá eldri
börnunum og fram kemur í heildarniðurstöðum. Væri forvitnilegt að
kanna það hjá stærri hóp eldri barna hvort ofvöndun af því tagi sem
hér kom fram hverfi með aldrinum. í töluðu máli fullorðinna er hún
lítt áberandi.
Ef á heildina er litið, kemur ótvírætt í ljós að fallnotkun með óper-
sonulegum sögnum er talsvert á reiki þótt skýr greinarmunur sé yfir-
leitt gerður á persónulegum sögnum og ópersónulegum; ruglingurinn