Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 41
39
„Þágufallssýki"
með hinni síðari þó þolfall sé reyndar algengara með báðum í B-hluta.
Það er einmitt athyglisvert að sams konar munur kemur fram milli
A- og B-hluta prófsins í vali aukafalls með þessum sögnum og með
ópersónulegum sögnum (sjá mynd 1). Auk þess sem þolfall er al-
gengara en þágufall í 1. persónu með hlakka og kvíða, taka þær oftar
með sér hið ,,rétta“ nefnifall í B-hluta en A-hluta.
I sambandi við heildarniðurstöður má að Iokum geta þess að einung-
is fimm börn höfðu báða hluta prófsins alveg ,,rétta“. Það eru 2.5%
þátttakenda. 29.2% höfðu meira en 4/5 af öllu prófinu ,,rétta“ en
14.9% minna en helming. Það virðist algengt að hjá þeim sem höfðu
fáar ,,villur“ fælust þær einkum í notkun aukafalls með hlakka og
kvíða þótt það hafi ekki verið athugað nákvæmlega. Jafnframt leit
út fyrir að ofvöndunar, þ. e. a. s. þolfalls með þágufallssögnum, gætti
tiltölulega lítið hjá þeim.
2.2.3
Einungis var gerður lauslegur samanburður á niðurstöðum frá ein-
stökum stöðum. Víða voru þátttakendur svo fáir að erfitt er að
fullyrða nokkuð um ,,þágufallssýki“ á viðkomandi stað á grundvelli
þeirra og hætt er við að munur milli staða sé að nokkru leyti tilviljun.
Samanburður getur þó gefið einhverja vísbendingu um útbreiðslu og
dreifingu ,,þágufallssýkinnar“og atriða tengdum henni.
Sú leið var valin að bera saman fallnotkun með fimm sögnum sem
ætla má að séu meðal hinna algengustu í verkefninu. Notkun þeirra
allra er tekin fyrir í kennslubókum Ársæls Sigurðssonar (1969, 1970)
sem notaðar hafa verið í grunnskólum og þær ættu því að hafa komið
börnunum kunnuglega fyrir sjónir. Sagnirnar eru: hlakka, langa,
dreyma, vanta og þykja. Fyrst eru bornar saman niðurstöður frá fjór-
um stöðum, hverjum í sínum landshluta: Reykjavík, ísafirði, Akureyri
og Seyðisfirði. Hliðsjón er höfð af heildarniðurstöðum fyrir landið allt.
Eins og sést á mynd 5 gætir einhvers ruglings í fallnotkun á öllum
þessum stöðum. Frávik frá ,,réttri“ fallnotkun eru þó mismikil og mis-
reglubundin. Skýrastar línur koma fram í niðurstöðum frá Reykjavík
og Akureyri. Miðað við heildarniðurstöður af öllu landinu er hlutfall
,,rétts“ falls fremur hátt í Reykjavík með öllum sögnunum nema þykja
í A-hluta (3. persónu). Á Akureyri gætir hins vegar tilhneigingar til
,,reglubundinnar þágufallssýki" ef svo má segja, notkun þágufalls er
þar hlutfallslega mikil með þolfallssögnunum þremur og meiri en