Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 48
46
Asta Svavarsdóttir
samband sé á milli „réttrar" fallnotkunar með ópersónulegum sögnum
og stéttarstöðu og styðja þannig hugmyndir Gísla Pálssonar (1979; sjá
1.3 hér á undan) um að ,,þágufallssýki“ sé liður í þeim félagslega
mállýskumun sem hann fullyrðir að sé fyrir hendi í landinu. Pess má
geta í sambandi við niðurstöður úr Reykjavík þar sem ,,rétt“ fallnotk-
un var tiltölulega algeng (sjá 2.2.3 hér að framan og töflu 4a í Viðauka
II) að þar var hlutfall stéttar 1 hátt (47%) en stéttar III að sama skapi
lágt (4.5%) og gæti það hafa haft áhrif á útkomuna þar.
Þess má að lokum geta að rannsóknir hafa leitt í ljós að tengsl séu
milli námsárangurs barna og félagslegrar stöðu foreldranna (Sigurjón
Björnsson 1980:131-137), þannig að vekamannabörnum gangi oft verr
í námi en t. d. börnum embættismanna. Tengsl fallruglings með óper-
sónuleguni sögnum við báða þættina sem athugaðir voru hér að fram-
an þurfa því ekki að koma á óvart. Til þess að fá sem sannasta mynd
af stöðu ,,þágufallssýkinnar“ og öðrum ruglingi í fallnotkun þyrfti þó
ítarlegri könnun sem næði einnig til eldri barna, t. d. tólf og þrettán
ára, svo að sjá mætti hvort ruglingurinn stafi að einhverju leyti af
því að máltöku sé ekki lokið með tilliti til þessa atriðis við ellel'u ára
aldur. Almennt mun talið að fullum tökum á málkerfinu sé náð við
kynþroskaaldur (Cairns & Cairns 1976:197).
2.3
Að síðustu er rétt að draga saman í örstuttu máli þær niðurstöður
sem fjallað hefur verið um í kaflanum. Á heildina litið gætir töluverðs
ruglings í fallnotkun í frumlagssæti ópersónulegra setninga. Þessi rugl-
ingur felst annars vegar í eiginlegri ,,þágufallssýki“, notkun þágufalls
með sögnum sem upprunalega taka þolfall. Hún er algengari í 3.
persónu en 1. persónu. Hins vegar kemur ruglingurinn fram sem e. k.
ofvöndun sem felst í því að þolfall er notað með þágufallssögnum.
Einkum er þetta í 1. persónu þar sem ,,þágufallssýki“ er minna
áberandi. Enginn verulegur munur virðist vera á einstökum sögnum
og komi fram óvenju mikill ruglingur með einhverri sögn virðist hann
eiga sér eðlilegar skýringar. Ljóst er að sagnirnar hlakka og kvíða
sverja sig mjög í ætt við ópersónulegar sagnir en að öðru leyti er lítil
tilhneiging til að rugla saman persónulegum og ópersónulegum sögn-
um.
Ekki virðist vera um skýran svæðisbundinn mun á tíðni og út-
breiðslu ,,þágufallssýki“ að ræða. Enginn staðanna sem könnunin náði