Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Side 69
Formendur íslenskra einhljóða
67
aðar sem slík viðmið af hljóðfræðingum um allan heim. Rannsóknir
á tíðnidreifingu sérhljóðaformenda í ýmsum málum hafa þó sýnt að
þegar um er að ræða marga og ólíka einstaklinga getur dreifingin orðið
ótrúlega mikil. Frægust og víðtækust slíkra rannsókna er vafalaust at-
hugun þeirra Peterson & Barney (1952) á tíðnidreifingu formenda í
tíu amerísk-enskum sérhljóðum í tali 76 karla, kvenna og barna. Svip-
aðar rannsóknir hafa síðar verið gerðar á sérhljóðum í t. d. sænsku
(sjá Fant 1968:232; upphaflega birt 1959), dönsku (t. d. Fischer-Jprg-
ensen 1972) og hollensku (Pols o. fi. 1973) svo að aðeins séu nefndar
nokkrar vel þekktar athuganir af þessu tagi (sjá um fleiri slíkar hjá
Pols 1977:10-15). Til að gefa nokkra hugmynd um niðurstöður úr at-
hugunum þessum skal hér einungis nefnt að í athugunum Fants á
tíðnidreifingu sérhljóðaformenda í sænsku kom m.a. í ljós að /ilt y,,
Uj, e,/, þ. e. u. þ. b. [i:], [y:], [u:], [e:], geta þar öll haft nánast sömu
gildi fyrir F, og F2 í tali ólíkra einstaklinga, karla og kvenna (sbr.
Fant 1968:232). Þannig getur tíðni tveggja lægstu formenda eins
þessara hljóða í tali tiltekins einstaklings verið hin sama og einhvers
annars hljóðs í tali annars og ólíks einstaklings. Niðurstöður úr öðrum
athugunum sem gerðar hafa verið á tíðnidreifingu sérhljóðaformenda
eru að þessu leyti mjög sambærilegar við niðurstöður Fants; í þeim
öllum kemur sem sagt fram víðtæk skörun (og jafnvel algjört samfall)
mikilvægustu formendanna, F, og F2, í ,,mismunandi“ hljóðum í tali
ólíkra einstaklinga (sbr. Shoup & Pfeifer 1976:187). Það virðist því
ljóst að um leið og mælingar á formendatíðni byggjast á dæmum úr
tali fleiri en eins einstaklings má búast við að fram komi veruleg
dreifing mælingargilda. Meðaltöl fyrir formendatíðni sem reiknuð eru
á grundvelli þessara gilda segja því aðeins takmarkaða sögu. Ennfrem-
ur er auðsætt að þegar almennar ályktanir eru dregnar af slíkum með-
altölum verður að gæta ýtrustu varkárni. Það er þó ótrúlega algengt
að á grundvelli meðaltalsgilda fyrir formendatíðni sérhljóða sé alhæft
um of. Þannig hefur Magnús Pétursson (1976b:51) sagt um F, og F2:
,,Þessir tveir formendur einir sér nægja fullkomlega til að greina á
milli allra sérhljóða . . Eins og fullyrðing þessi er sett fram, þ. e.
án sérstakra skýringa og án þess að varnaglar séu slegnir, er hún hæpin
ef hún á að eiga við um tungumál almennt. Má því vera að með þess-
um orðum eigi Magnús aðeins við sérhljóðaformendur í íslensku. I
rannsókn þeirri sem greint verður frá hér á eftir er m. a. athugað
hvort þau fái staðist í þeim skilningi.