Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 79
Formendur íslenskra einhljóða 77
Til samanburðar má geta þess að í hinni víðtæku rannsókn Peterson
& Barney (1952) reyndust konur að meðaltali hafa um 20% hærri
formendatíðni en karlar (Fant 1968:233). Þegar miðað er við rann-
sóknir sem gerðar hafa verið á formendartíðni karla og kvenna í mörg-
um tungumálum, er niðurstaðan að í heild hafa konur þar einmitt
reynst hafa um 17% hærri formendatíðni en karlar (Pols 1977:14).
Sá munur sem fram kemur í athugun okkar á formendatíðni karla
og kvenna er því vel innan eðlilegra marka, í höfuðatriðum a. m. k.
I athuguninni kemur þó fram nokkuð mikill munur á meðaltíðni F)
hjá körlum og konum. Hefur sambærilegur munur í sænsku t. d.
reynst vera um 11.5% (Fant 1973:86).
Ef litið er til einstakra hljóða, kemur í ljós að munur á meðaltíðni
F, hjá körlum og konum í athugun okkar er minnstur í /í/ (3.8% í
stuttu, 10.5% í löngu) en mestur í /ú/ (43.5% í stuttu, 42.4% í löngu)
og /i/ (30.9% í stuttu, 43.5% í löngu). Á F2 er munurinn hins vegar
minnstur í /ú/ (10.8% í stuttu, 7.3% í löngu) en mestur í /u/ (22.9%
í stuttu, 23.2% í löngu). Að svo miklu leyti sem athugun okkar er
sambærileg við athuganir á sænskum sérhljóðum (sbr. Fant 1973) og
amerísk-enskum (Peterson & Barney 1952), ber henni almennt þokka-
lega saman við þær að því er varðar mun á meðaltíðni F2 hjá körlum
og konum í einstökum sérhljóðum en mun lakar að því er varðar F)(í
einstökum sérhljóðum; sbr. Fant 1973:85, 93). Ekki er þó allt þar
á einn veg. Niðurstöðum okkar um mun á formendatíðni hjá körlum
og konum í /ú/, bæði í F, og F2, ber þannig betur saman við athugun
Peterson & Barney (1952) en athugun þeirra og Fants innbyrðis (sbr.
Fant 1973:85).
Athyglisverður er þó hinn mikli munur sem fram kemur hjá okkur
á meðaltíðni F, hjá körlum og konum í /i/ (um 10% í [1] í athugun
Peterson & Barney, svo og hjá Fant; sbr. Fant 1973:85).
Ef horft er fram hjá F3 í /ú/ og /o/ (meðalgildi hans í þeim hljóðum
eru ekki sambærileg við önnur meðalgildi í töflu 2) er undantekningar-
laust um að ræða verulega fylgni á milli langra og stutta afbrigða sömu
sérhljóða að því er varðar mun á formendatíðni hjá körlum og konum
í athugun okkar. Auk þess er hann undantekningalítið minni í stuttum
hljóðum en samsvarandi löngum. Pví má ætla að munur þessi sé þar
hvarvetna innan eðlilegra marka nema e. t. v. í/i/.