Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 80
78 Asta, llalldór, SigurðurJ. og Sigurður K.
3.2 LJm fyrri athuganir á formendatíðni einhljóða í íslensku
Til samanburðar við athugun okkar þykir rétt að birta hér helstu
niðurstöður úr fyrri athugunum á formendum íslenskra einhljóða (töfl-
ur 3 og 4).
Eins og fram kom í 1.2 hér að framan byggjast SG 1 og SG 2 hvor
um sig á mælingum formenda í lestri eins karlmanns. Niðurstöður Söru
Garnes um meðaltíðni einhljóðaformenda ættu því, í höfuðatriðum,
að vera sambærilegar við sams konar niðurstöður okkar, þ. e. niður-
stöður okkar um meðaltíðni einhljóðaformenda hjá körlum í töflu 2.
Þar eð tölur Magnúsar Péturssonar (1974) um meðaltíðni einhljóða-
formenda í íslensku byggjast hins vegar á mælingum á dæmum úr lestri
6 karla og einnar konu eru þær ekki fyllilega sambærilegar við niður-
stöður okkar og Söru Garnes. Þar við bætist að meðalgildistölur
Magnúsar eru ekki alveg sambærilegar innbyrðis þar sem hlutur kven-
hljóðhafans er mismikill í mældum dæmum hans um einstök einhljóða-
aflirigði (um 19-56%, minnstur í [a:], mestur í [œ:]; sjá Magnús
Pétursson 1974).
Þrátt fyrir það sem nú greindi um meðaltöl Magnúsar Péturssonar
er veruleg fylgni á milli niðurstaðna okkar um meðaltíðni einhljóða-
formenda hjá körlum og fyrri athugana á formendatíðni íslenskra ein-
hljóða. Það bendir til þess að niðurstöður úr öllum þessum athugunum
séu ágætlega marktækar. Eigi að síður er þó auðsæilega nokkur munur
á einstökum meðalgildum í athugununum. Það þarf ekki að koma á
óvart. Hvort tveggja er að formendatíðni er að nokkru leyti einstak-
lingsbundin eins og hér hefur komið fram áður og Magnús Pétursson
hefur bent á (1980:286), og að hún er mæld í mismunandi hljóð-
umhverfi í athugununum fjórum (sbr. Magnús Pétursson 1974:57; en
Sara Garnes 1974 og 1976 gerir reyndar ekki nákvæma grein fyrir
hljóðumhverfi því sem hún notar í dæmum sínum).
Fleiri atriði geta raunar haft nokkur áhrif í þessu sambandi, t. d.
ítónun og áhersla, eðlileg óvissa í mælingum o. fl.
Svo sem sagði í 1.2 hér að framan, miða fyrri athuganir á formendum
íslenskra einhljóða einkum að því að finna meðaltíðni þeirra. Magnús
Pétursson (1974) gerir þó einnig grein fyrir hæstu og lægstu gildum
fyrir mælingar á F,, F2 og F3 í hverjum einhljóði, stuttu og löngu.
Þessi gildi eru hér sýnd í töflu 4 ásamt samsvarandi gildum úr athugun
okkar. Taflan segir að sjálfsögðu mjög takmarkaða sögu um tíðnidreif-
inguna í athugununum. Óneitanlega bendir hún þó fremur en ekki