Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Side 89
BALDURJONSSON
Um tvenns konar /í-framburð
1. Inngangur
1.0
Algengast er í íslenskum framburði, að hliðarhljóð (/) og neniljóð
{m, n) séu órödduð á undan hinum svonefndu hörðu lokhljóðum {p,
t, k), t. d. í orðunum hjálp, skemmtun, banki, og sama er að segja
um tannmælt önghljóð (ð) á undan A:-i, t. d. í orðinu maðkur. Raddað-
ur framburður])essara hljóða tíðkast þó enn um norðaustanvert landið
á sömu slóðum og harðmælið.
Raddaði framburðurinn — eða röddunarframburðurinn eins og
hann er líka kallaður — er í aðalatriðum tvenns konar: Sumir bera
alltaf fram óraddað It, þótt þeir hafi röddunarframburð að öðru leyti,
m- a- s. raddað / á undan p-i og k-i (stelpa, stúlka). Þetta mætti kalla
,,venjulegan röddunarframburð“. Aðrir bera ýmist fram raddað eða
óraddað / á undan í-i eftir sérstökum reglum. Það afbrigði má nefna
,,tvenns konar /í“ eða „tvenns konar //-framburð“, og verður at-
hyglinni beint að honum í þessari grein. — Þriðji kosturinn, að / sé
alltaf raddað á undan t-i, er ekki til.
Fyrir 40-50 árum voru aðalmörk röddunarsvæðisins í Skagafirði að
vestan og við Jökulsá á Brú að austan. Þó gerði raddaði framburð-
urinn vart við sig utan þessara marka, a. m. k. á Fljótsdalshéraði
sunnan ár, jafnvel allt suður í Stöðvarfjörð (Björn Guðfinnsson
1947:19-20). Á þriðja áratugnum brá honum m. a. s. enn fyrir suður
í Breiðdal í máli manna, sem þar voru bornir og barnfæddir (Stefán
Einarsson 1928-29:269). Síðustu áratugina hefir hann hörfað mjög
fyrir óraddaða framburðinum, sem má heita einráður í öðrum lands-
hlutum (sbr. Stefán Einarsson 1928-29; Höskuldur Þráinsson 1980).
Margir, sem alist hafa upp við röddunarframburð, hafa hann ekki
óblandaðan, heldur bera fram rödduð og órödduð hljóð sitt á hvað,
jafnvel í sama orðinu. Það er að sjálfsögðu annað mál en sá tvenns
konar /t-framburður, sem hér verður til umræðu.
I reynd eru ekki heldur skörp skil á milli venjulegs röddunarfram-