Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Side 90
88
Baldur Jónsson
burðar og tvenns konar /í-framburðar. Hinn síðarnefndi á í vök að
verjast bæði gagnvart óraddaða framburðinum og hinum venjulega
röddunarframburði. Raddað / hörfar því fyrir órödduðu /-i á undan
t-\, og má þá segja, að „venjulegur röddunarframburður“ sé síðasti
áfangi þeirrar þróunar (sjá einnig 4. kafla). Tvenns konar /í-framburð-
ur er í reynd til á ýmsum stigum. I framburði sumra er ekki annað
eftir en raddað / í einu, tveimur eða örfáum orðum. En hér verður
auðvitað reynt að gera grein fyrir víðtækustu reglum, sem í notkun
eru, um raddað / í þessu sambandi.
1.1 Heimkynni tvenns konar \t-framburðar
Útbreiðsla tvenns konar /t-framburðar hefir aldrei verið rannsökuð
sérstaklega til neinnar hlítar, og verður því að fara varlega í fullyrðing-
ar um það efni. Margt bendir til, að aðalheimkynni hans séu við vest-
urjaðar röddunarsvæðisins. Búast má við, að hann sé einna blómleg-
astur út með Eyjafirði vestanverðum, einkum í Svarfaðardal, eitthvað
sé um hann austan Vatna í Skagafirði og raunar um allan eða mestallan
Eyjafjörð, en dragi mjög úr honum, þegar kemur austur í Fnjóskadal,
og taki að mestu fyrir hann austan Fnjóskár og allt austur að Jökulsá
á Fjöllum að minnsta kosti. Um mestalla Suður-Þingeyjarsýslu, hygg
ég, að fari lítið fyrir rödduðu /-i á undan í-i nema helst í einstaka
orðum, þar sem munur á rödduðu og órödduðu /-i er merkingar-
greinandi (holt (af holur) — hollt (af hollur)), eða þar sem / og t
koma saman, af því að hljóð er fellt brott á milli þeirra (álft, sjá 2.3).
Eftir því sem austar dregur, er ég í meiri óvissu. Þó þykist ég hafa
orðið var við nokkurt lífsmark með tvenns konar /í-framburði í
Norður-Þingeyjarsýslu, og til skamms tíma var hann a. m. k. til í máli
eins manns austur á Hallormsstað, Sigurðar Blöndals, nú skógræktar-
stjóra í Reykjavík.
Þess ber að gæta, að hér er ekki einungis stuðst við lauslegar athug-
anir (sbr. einnig Stefán Einarsson 1928-29:268-269), heldur er út-
breiðslan áreiðanlega mismunandi eftir því, hvaða aldursskeið er mið-
að við. Jónas Kristjánsson prófessor (f. 1924) frá Fremstafelli í Kinn
segist aldrei hafa raddað / á undan í-i, en kveðst muna eftir því úr
framburði ömmu sinnar, sem var ættuð úr Mývatnssveit. Stefán Ein-
arsson (1897-1972), sem var fæddur og upp alinn í Breiðdal, S-Múl.,
tók eftir leifum þessa framburðar í máli móður sinnar, sem var alin