Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Side 91
89
Um tvenns konar \t-framburð
upp á Úthéraði og í Seyðisfirði, og Jón Ólafsson ritstjóri (1850-1916)
hefir greinilega alist upp við tvenns konar It, að einhverju marki,
austur í Fáskrúðsfirði (sjá 7.2).
7.2 Umsagnir eldri frœðimanna
Þótt telja megi víst, að tvenns konar /í-framburður hafi til skamms
tíma verið mun útbreiddari á röddunarsvæðinu en hann er nú, fór
ekki meira fyrir honum en svo, að fræðimenn, sem voru að tína saman
dæmi um staðbundinn framburð á íslandi snemma á öldinni, vissu ekki
af honum eða könnuðust aðeins við eitt og eitt orð, sem gæti verið
með rödduðu I-i.
Marius Hægstad veitti röddunarframburðinum athygli í íslandsferð
sinni 1907 og tók eftir því, að It hafði einhverja sérstöðu, en áttaði
sig ekki á henni til fulls. Um norðlensku segir hann fyrirvaralaust
(1942:41), að /, m og n séu rödduð á undan p, t, k, en dæmi um
It sýnir hann ekki. Um framburð í Austfirðingafjórðungi segir hann,
að þar sé ,,konsonantverket“ á margan hátt líkt og í norðlensku. Til
dæmis séu /, m og n yfirleitt rödduð á undan p, t, k, en þó sé óraddað
/ í stað raddaðs á undan t-i. Af einstökum orðum nefnir hann illt,
álft, salt og hélt, sem hann hljóðritar öll með órödduðu /-i, og frá
Fáskrúðsfirði hefir hann dæmi um óraddað / í mér er illt og mér er
kalt (Hægstad 1942:45). — Svo óheppilega vill til, að í öllum þessum
dæmum er / óraddað í öllum íslenskum framburði nema í orðinu álft.
Þar er raddað / í tvenns konar /t-framburði.
Jón Ólafsson ritstjóri minnist á /-framburð í Móðurmálsbókinni
(1911:19-20). Hann segir, að / sé raddað (,,lint“) á undan k, p, t og
nefnir lo. gult sem dæmi um hið síðastnefnda. Síðan bætir hann því
við, að ,,sumir“ beri fram óraddað / (sem hann lýsir að vísu með
öðru orðalagi) í samböndunum Ik, Ip, It. Jóni var sem sé ljóst, að
til var bæði raddaður og óraddaður framburður, en hann virðist ekki
hafa vitað af því, að It hefði neina sérstöðu í raddaða framburðinum,
eða ekki skeytt um að geta þess.
Jón kannast þó við, að gerður sé greinarmunur á lýsingarorðinu
holt (af holur) og nafnorðinu holt (hk.) eða lýsingarorðinu hollt (af
hollur). Hann skýrir muninn þannig, að í liolt af holur sé langt sér-
hljóð, þegar skýrt sé fram borið, en stutt í hinum (1911:15). En efa-
laust eru röddun /-sins og röddunarleysi aðalatriði hér (sbr. Stefán
Einarsson 1928-29:267).