Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Qupperneq 92
90
Baldur Jónsson
Þótt ekki megi taka bókstaflega það, sem Jón segir um framburð
á /-i, fer ekki milli mála, að hann hefir alist upp við tvenns konar
It að einhverju marki, og það er athyglisvert með hliðsjón af uppruna
hans. Jón var fæddur á Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði og ólst þar upp
til 11 ára aldurs. Faðir hans, séra Ólafur Indriðason, var hreppstjóra-
sonur úr Skriðdal og ól mestallan aldur sinn á Austurlandi, og móðir
Jóns var frá Döium í Fáskrúðsfirði (Magnús Jónsson 1957:147-154;
Páll E. Ólason 1950:241-242).
Svo er helst að sjá sem Valtýr Guðmundsson hafi haft sömu hug-
myndir um röddunarframburðinn og Hægstad, þ. e. að / væri raddað
á undan t-'\ eins og m og n, því að hann segir, að í íslenskum framburði
sé / ýmist óraddað eða raddað á undan p, t, k og tekur sem dæmi
orðin hálka, hjálpa og velta (Valtýr Guðmundsson 1922:15). En velta
er alltaf með órödduðu /-i, einnig í tvenns konar //-framburði. Ummæli
Valtýs sýna því, að hann hefir ekki verið nákunnugur röddunarfram-
burðinum. Hann var fæddur á Skagaströnd, ólst að mestu upp í Húna-
vatnssýslu, sem er utan röddunarsvæðisins, stundaði nám í Reykjavík-
urskóla, en dvaldist eftir það lengstum í Kaupmannahöfn, sem kunn-
ugt er, þótt hann ætti lengi sæti á Alþingi (Björn K. Þórólfsson 1937).
Jóhannes L. L. Jóhannsson og Stefán Einarsson skrifuðu ritdóma
um málfræði Valtýs og fundu að því, sem sagt er um It (velta). Þeir
vissu, að / hafði sérstöðu á undan í-i, en segja þó báðir fullum fetum,
að / sé alls staðar og alltaf óraddað í því sambandi (Jóhannes 1923:207;
Stefán 1926:282). Ritdómur Stefáns er dagsettur 30. maí 1923. Eftir
orðum hans að dæma í Beitrage (1927:36-38 og 51) hefir hann ekki
heldur vitað til þess, er hann skrifaði þá bók, að / gæti verið raddað
á undan t-\. Það fær þó ekki staðist. Ætla verður, að hann hafi vitað
af því, að einhverjir ættu til að bera svo fram í einstaka orði, en ekki
tekið mark á slíku sem reglubundnum framburði, því að skömmu síðar
segir hann einmitt frá því, að hann sé kunnugur rödduðu /-i úr máli
móður sinnar í orðum eins og drýlt (af drýla), hœlt (af hcela) og mœlt
(af mæla — mældi) (Stefán Einarsson 1928-29:268).
Auk þess fræddist Stefán af Jóni Ófeigssyni og vissi að sjáifsögðu
um ritgerð hans fyrir framan orðabók Sigfúsar Blöndals. Þar er vikið
að rödduðu /-i á undan t-\. Jón segir (bls. xxiii), að því bregði stundum
fyrir, einkum í tilteknum héruðum norðaniands, til að greina á milli
orðmynda, sem hafa sömu stafsetningu og fengju ella sama framburð.
Hann tekur sem dæmi nafnorðið holt með órödduðu /-i og lýsingarorð-