Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 93
Um tvenns konar h-framburð
91
ið holt (hk. af holur) með rödduðu /-i, enn fremur mælt (með
órödduðu /-i) af mœla ‘tala’ og mælt (með rödduðu /-i) af mæla
‘bregða máli á, taka mál af’. Venjulega sé þó óraddað / í síðarnefndu
orðunum.
Síðar í ritgerðinni, þar sem Jón dregur fram aðaleinkenni röddun-
arframburðarins, bætir hann við (bls. xxvii): „Dog er / foran t kun
stemt i enkelte Personers Tale i faa Ord . . .; sædvanlig udtales den
Lydforbindelse som i Sydlandsk". Jón Ófeigsson hefir ekki talið, að
raddað / á undan t-\ fylgdi neinni sérstakri reglu í framburði Norð-
lendinga. Sums staðar norðanlands (,,i visse Egne“) ættu menn það
til að nota raddað / á undan t-i í aðgreiningar skyni (1920—1924:xxiii).
Lengra náði það ekki.
Eins og áður var drepið á, virðist Stefán Einarsson hafa haft svipað-
ar hugmyndir framan af um raddað / á undan t-i — jafnvel þegar
hann skrifaði doktorsritgerð sína, Beitráge, sem kom út 1927. En fljót-
lega varð honum ljóst, að raddaða /-ið var ekki eingöngu haft til að-
greiningar (eins og í holt af holur) eða duttlungum háð, heldur notað
á kerfisbundinn hátt. Hann gerði síðan ljósa grein fyrir þeim reglum,
sem hann fann um óraddað og raddað / á undan t-i um norðaustanvert
landið, þ. e. um tvenns konar /t-framburð (Stefán Einarsson 1928-
29:264-269).
Síðan hefir ekki verið gerð nein sérstök athugun á reglum tvenns
konar /í-framburðar, heldur hefir verið stuðst við reglur Stefáns. Svo
mun Björn Guðfinnsson hafa gert í háskólakennslu sinni að sögn Jón-
asar Kristjánssonar prófessors, sem var nemandi Björns. Og annar
lærisveinn hans, Árni Böðvarsson, tók reglurnar upp í megindráttum
í Hljóðfrœði sína (1953:83-84). Þar er þó sleppt þeirri athugasemd
Stefáns, að raddað / geti komið fyrir í sælt (af sœll), heilt (af heill)
og öðrum slíkum orðum.
1.3 Eigin athuganir og heimildarmenn
Einhvern veginn hefir þessi framburður samt orðið hálfgerð horn-
reka í íslenskri hljóðfræði. Hann er eins og minnihlutadeild í minni-
hlutaframburði. Fáir hafa talið sig vita nægileg deili á honum og reglur
hans þótt of flóknar til að gera honum skil í yfirliti yfir íslenskar mál-
lýskur (sbr. Björn Guðfinnsson 1947:19 og Hreinn Benediktsson 1961-
62:83 nm.). Enginn þeirra hljóðfræðinga, sem skrifað hafa um íslenskan
framburð, hefir haft tvenns konar It. Það er jafnvel eins og menn