Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 94
92
Baldur Jónsson
hafi ekki verið meira en svo trúaðir á, að tvenns konar It væri til
sem reglubundinn og staðbundinn framburður á borð við ýmsar aðrar
mállýskur, sem svo hafa verið nefndar (sjá Björn Guðfinnsson 1964:18
og sbr. 1.2 hér á undan). Hann er þó varla fátíðari en ýmis önnur
staðbundin framburðarafbrigði, sem fræðimenn hafa talið sér skylt að
kunna skil á, t. d. rl-, rn-framburður eða vestfirski einhljóða-
framburðurinn, og ekki síður forvitnilegur vegna eðlis þeirra reglna,
sem hann lýtur. Hér mætti því gera bragarbót.
Mér hefir lengi runnið blóðið til skyldunnar, þar sem ég er alinn
upp við tvenns konar /í-framburð. Skipulegar rannsóknir hefi ég þó
ekki gert á útbreiðslu hans fremur en aðrir. Um hana get ég lítið
sagt umfram það, sem þegar er drepið á. En vonir standa til, að það
mál skýrist, þegar lokið verður þeirri heildarrannsókn á íslenskum
framburði, sem nú er unnið að, og vonandi má þá hafa einhvern
stuðning af þessari greinargerð.
Rétt er að taka fram, að ég hefi ekki dvalist langdvölum á röddunar-
svæðinu nær 30 ár. Ég hefi þó um langt skeið gefið tvenns konar It-
framburði gaum, spurst fyrir meðal nemenda minna og kunningja,
sem þekkja hann af eigin raun, og borið mig saman við þá. Ekki
treysti ég mér til að nafngreina þá alla, en einna drýgstir hafa reynst
mér Svarfdælingarnir Gunnar Stefánsson frá Dalvík (f. 1946) og Kristján
Eldjárn frá Tjörn (f. 1916).1 Þeir hafa í öllu, sem máli skiptir,
getað staðfest minn eigin framburð, ganga þó öllu lengra í notkun
raddaðs /-s. Sumt hefi ég lært af móður minni á fullorðinsárum, eftir
að ég fór að kenna íslenska hljóðfræði og veita þessum framburði
meiri eftirtekt en áður. Hún var fædd (1889) og upp alin á Svalbarðs-
strönd, fluttist fertug til Akureyrar og sjötug til Reykjavíkur, þar sem
hún lést 92 ára að aldri (1981). Ég hygg, að hún hafi haldið bernsku-
framburði sínum til dauðadags.
1 Kristján Eldjárn andaðist 14. sept. 1982. t>á var þessi ritsmíð nær íullbúin til birting-
ar. Ætlunin hafði verið að biðja Kristján aö líta yfir ritgerðina, áður en hún yrði prent-
uð. Úr því að það gat ekki orðið, cr skylt að hafa fyrirvara á því, sem beinlínis er
eftir honum haft. Ég vona eigi að síður, að rétt sé með það farið, svo oft hafði tal
okkar borist að einstökum atriðum þessa framburðar.