Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Síða 95
Um tvenns konar \t-framburð
9.3
2. Framburðarreglur
2.0
Þær reglur, sem Stefán Einarsson setti fram á sínum tíma (1928-
29:267-268), voru í tvennu lagi, fyrst reglur um það í fjórum liðum,
hvenær / er óraddað á undan t-i, og síðan reglur um raddað / í þremur
liðum. Þessar reglur get ég staðfest að mestu leyti. Sumt þarf þó lag-
færingar við, og hér verður einnig reynt að gefa fyllri lýsingu og taka
fleiri dæmi en gert hefir verið.
Fyrst er rétt að vekja athygli á því, að ekki er sama, hver uppruni
eða afleiðsla /-sins er. Eina víðtæka reglu má gefa þegar í upphafi.
(1) 1. regla:
/ er undantekningarlaust óraddað á undan í-i í öllum íslenskum
framburði, ef unnt er að leiða það af löngu /-i, sem kemur
fram í sama orðstofni sem /dl/ á milli raddaðra hljóða og í
bakstöðu.
Slíkt / er skrifað ‘11’ samkvæmt réttritunarreglum. Sem dæmi má
nefna lýsingarorðið fullur — full — fullt og sagnorðið hella — hellti
— hellt. Um llt þarf því ekki að ræða frekara hér.
Að gefinni þessari reglu skiptir ekki máli, hver afleiðsla /-sins er,
heldur hvers konar t er um að ræða frá myndfræðilegu sjónarmiði.
Raddað / á undan t-i er að miklu leyti háð myndfræðilegum skilyrðum,
en er einnig orðbundið að nokkru marki. Lítum fyrst á dæmi, þar
sem sambandið It er stofnlægt, og síðan á dæmi, þar sem /-ið er stofn-
lægt, en í-ið er beygingarlegt viðskeyti eða beyingarending. Fyrra
sambandið má tákna með It, en hið síðara með /+/. Loks verða svo
athuguð sér í lagi dæmi um /, sem fer næst á undan t-i, vegna þess
að eitthvert hljóð (venjulega samhljóð), sem á milli þeirra hefir farið,
er fellt brott.
2.1 lt
2.1.1
(2) 2. regla:
Ef sambandið It er stofnlægt, er meginreglan sú, að /-ið er ó-
raddað eins og annars staðar á landinu, hvort sem það er í
a) áhersluatkvæði eða b) áherslulausu atkvæði (sbr. hins vegar
2.2).