Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 96
94
Baldur Jónsson
Dæmi:
(3)1 altari, belti, brölt, brölta, bylta (no. og so.), bylting, elta, elting, galt
(þt. af gjalda), galti, gelta, gylta, göltra(st), göltur (kk. og hk.),
haltra, haltur, helta, helti, hélt (þt. af halda), hjalt, Hjalti, holt (no.),
kelta, Keltar, kjalta, kjölt, kjölta (no. og so.), kjöltur, malt, melta,
milta, milti, mjalta, mjaltir,2 moltna, óhultur (lo.), piltur,3 rölt, rölta,
salt, salta, saltari, saltur, selta, skoltur,'1 skrölt, skrölta, stolt,2 stoltur,
sulta, sultur, svelta (no. og so.), svelti, sveltir, söltun, tölt, tölta,
2 í útvarpslestri tveggja manna, sem ciga rætur að rekja til Suður-Þingcyjarsýslu í
aðra ættina eða báðar, hefir heyrst raddað / í orðinu mjaltir að sögn Gunnars Stefáns-
sonar. Sá lesarinn, scm er Þingeyingur í aðra ættina, hafði cinnig haft stolt mcð rödduðu
/-i. Hvorugur okkar Gunnars kannast við raddað / í þessum orðum. Sennilcgast er,
að hcr sé um mistök að ræða. Jafnvcl þótt gert væri ráð fyrir því, að í mjaltir hafi
einhvern tíma verið *lkt (sbr. mjólk), — en fyrir því er engin vissa —, hefði það
átt að þróast í *lhl > It þegar á forsögulegum tíma. Og þó að stolt og stoltur (lo.)
séu tökuorð (sbr. Alcxander Jóhannesson 1956:1193), eru þau komin inn í málið fyrir
siðaskipti og ósennilegt, aö þar geti verið raddað / í óþvinguðu talmáli nú (sbr. 2.1.2,
1. lið). Um mistök af þcssu tagi í útvarpslestri gæti ég ncfnt flciri dæmi, en þau eru
enn ótvíræðari cn þessi og ástæðulaust að tíunda slíkt.
’ Orðiö piltur hcfi ég aldrei heyrt öðru vísi fram borið en með órödduðu /-i. Jafnvel
þcir, scm hafa raddaö / í stúlka, hafa ætíð óraddað / í piltur, var ég vanur að segja
við nemendur mína. Fyrir kom, aö einhver þeirra maldaði í móinn og taldi sig hafa
hcyrt raddaö / í piltur fyrir norðan, en norðanmenn í þcim hópi könnuðust ekki við
þaö fremur en ég cða litu á dæmi þess scm mismæli. Lengi vel lagði ég því engan
trúnað á, að nokkur maður bæri fram raddað / í þessu orði að staðaldri. En fyrir nokkr-
um árum fullyrti Andri Isaksson prófessor í samtali við mig, að amma sín, Elinborg
Pálsdóttir (1887-1966), hefði ætíð haft orðið piltur mcð rödduðu /-i. Hún var fædd
og upp alin í Hjaltadal í Skagafirði og átti þar heima ævilangt að kalla (sbr. minningar-
grcin í Morgunblaðinu 10. jan. 1967, bls. 22). — í bréfi til mín, dags. 19. okt. 1982,
staðfestir Andri fyrri ummæli um ömmu sína, sem hann var lengi samvistum við á Ing-
veldarstöðum. Hann tckur fram, að hún hafi hins vegar haft óraddað / í oröinu allt,
en trcystir sér ckki til að fullyrða, að aðrir í Hjaltadal hafi borið umrædd orð fram
eins og hún.
4 Sumir hafa talið, að It í skoltur sé < Ipt (sjá einkum Falk 1925:136; sbr. dc Vries
1961:498 og Hellquist 1948 u. skult). Þeim rithætti brcgöur fyrir í fornum kveðskapar-
handritum (sbr. Lexicon poeticum), en þar cr orðið einnig skrifað p-laust, svo að p-ið
hcfir þá fallið niður snemma, sbr. hendingarímið í Rekstefju Hallar-Steins (14. cr.),
„Gyllt hlýr, gnöptu skolptar" (Konráð Gíslason 1858:51, sbr. Skjaldedigtningen A I
546-547). Af hljóðsögulegum ástæðum þyrfti brottfallið líka að vera gamalt, því að
ella hefði mátt búast við lcngingu (o > ó) upp úr 1200 eins og vant var á undan /
+ gómhljóð/varahljóö. Ef sú breyting hcfði orðið á undan brottfalli p-sins, hefði komið
upp orðmyndin *skólt(u)r með hljóðasambandinu /ólt/ eða /oúlt/, scm er annarlegt í
ósamsettum orðum í íslensku og líklcgast ekki til. — Annaöhvort hefir aldrci verið
/p/1 þessu orði eöa broufall þess er of gamalt. til að þar sé við rödduðu /-i að búast.