Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Síða 97
Um tvenns konar \t-framburd
95
töltari, valta (no. og so.), valtari, valti, valtur, velta (no. og so.),
veltingur, veltir
2 brambolt, brambolta5
I sumum orðunum, sem hér hafa verið talin, kann að hafa verið
langt / á forsögulegum tíma, t. d. í brölta, göltra, skrölta og jafnvel
rölta (sjá Ásgeir Bl. Magnússon 1953:9—41). Pau eru þó höfð með
hér, því að tengsl við langt baklægt / eða /dl/ við tiltekin skilyrði eru
ekki auðsæ (eins og t. d. \ fulll aífullur).
Skráin er ekki tæmandi. Sleppt er ýmsum fágætum orðum, sem
heyrast varla í töluðu máli, enn fremur orðum, sem eru staðbundin
utan röddunarsvæðisins, en þess er vænst, að flest algeng orð með It
í stofni séu hér talin — og í kaflanum um undantekningar hér á eftir
— nema afleidd orð og samsetningar (keltneskur, saltfiskur o. s. frv.).
2.1.2 Undantekningar
Frá þeirri meginreglu, að / sé óraddað á undan stofnlægu t-i, eru
nokkrar undantekningar:
1. Umtökuorð
í sumum tökuorðum getur / verið raddað á undan stofnlægu t-i. Eina dæm-
ið, sem Stefán Einarsson nefnir, cr orðið bolti (1928-29:267). Hann hcfir það
eftir manni úr Eyjafirði, að þar sé borið fram raddað /, en minnist þess ekki
að hafa nokkru sinni heyrt það sjálfur. Þetta orð hefir í mínum huga dálitla
sérstöðu. Þar er óraddað / í mínum framburði, og sjaldan heyrði ég annað
á uppvaxtarárum mínum á Akureyri. Pó brá fyrir rödduðu /-i í þessu orði
í máli aðkomubarna. En sérstaklega minnist ég þess framburðar úr utanverð-
um Arnarnesshreppi, þar sem ég dvaldist sex sumur í barnæsku, og í máli
Svarfdælinga, sem ég hefi síðar kynnst og rætt við um þetta. En raddað /
í bolti var til víðar en við vestanverðan Eyjafjörð, eins og fram kemur í næsta
lið hér á eftir, og má vera, að svo sé enn.
Sömu menn hafa einnig raddað / í orðasambandinu holt og bolt, sem er
af erlendum uppruna, sbr. d. hulter til bulter (úr lþ. hulter de bulter, holder
de bolder), sæ. huller om buller (sjá t. d. Falk og Torp 1960 u. hulter og
Hellquist 1948 u. huller). Hér er ég á báðum áttum um sjálfan mig, hygg
þó, að mér sé óraddað / tiltækara, ef ég bregð þessum orðum fyrir mig,
en hvortveggi framburðurinn cr kunnuglegur.
Af ósamsettum orðum er varla um að ræða nema þessi tvö dæmi, og reyndar er
ekki ósennilegt, aö þau séu að uppruna til samsetningar (sbr. Alexander Jóhannesson
1956:639).