Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Qupperneq 98
96
Baldur Jónsson
Svipaða sögu er að segja um orðið púlt að öðru leyti en því, að mér er
sjálfum allt eins tamt að hafa raddað / í því, enda var það svo í máli móður
minnar.
Þrátt fyrir þcssar undantekningar er miklu algengara — einnig í tökuorðum
—, að / sé óraddað á undan t-i. Ekki er auðséð, hvað því ræður, að sum
tökuorð geta haft raddað /, en önnur ckki. Vera má, að aldurinn skipti
einhverju máli. Þau orð, sem geta haft raddað /, virðast vera fremur seint
til komin, eru a. m. k. ekki kunn úr ritmáli fyrr en eftir siðaskipti. Hins vegar
eru svo t. d. orðin altari, belti, saltari og stoltur — úr dæmatalinu hér á undan.
Þau koma öll fyrir í fornu máli, en teljast til tökuorða (sbr. Alexander Jóhann-
esson 1956). Með þessu er ekki sagt, að ung tökuorð geti ekki haft óraddað
/ eingöngu, því að um það eru nóg dæmi, s. s.: Keltar, skilti, stultur (kv. ft.),
volt — og í áhcrslulausu atkvæði, t. d. í basalt og kóbolt.
Ekki er ólíklegt, að tína mætti til fleiri dæmi um raddað / á undan f-i í
tökuorðum, cn hætt er við, að þá verði að seilast til orða, sem eru síður
almenningseign en þau, sem nefnd hafa verið, eða mega jafnvel fremur teljast
slettur cn tökuorð (t. d. delta, filter, kúltúr, skúltúr). Þegar slík orð eru annars
vegar, er óvíst, að röddun /-sins fylgi sömu landamærum og sá tvenns konar
/t-framburður, sem hérertil umræðu.
2. Stofninn golt-
í fjárhcitunum Golta og Golti svo og lýsingarorðinu goltóttur, sem af þcim
mun dregið (eins og golsóttur af Golsa og Golsi), hafa sumir borið fram radd-
að /. Öll þessi orð cru höfð um kindur, sem eru Ijósar (hvítar eða gular)
með dökka snoppu, krúnu, bringu, kvið og rass. Þegar ég ræddi um þessi
orð við móður mína fyrir allmörgum árum, kannaðist hún vcl við þau nema
hrútsheitin og hafði /-ið raddað. Hún sagði, að goltóttar ær eða Goltur hcfðu
verið gular (eða hvítar, bætti hún við) mcð svartan eða dökkan botn. Gísli
Jónsson hefir vikið að þessum framburði í Morgunblaðsþáttum sínum um ís-
lenskt mál, en Gísli er alinn upp við hann, enda Svarfdælingur. í 59. þætti
er birtur kafli úr bréfi frá Páli Hclgasyni á Akureyri. Þar segir bréfritari svo
frá barnamáli sínu, scm hann kallar alþingeyskt, að þar hcfir grcinilega verið
raddað / í bolti, eins og í máli Gísla (sbr. 53. þátt), ,,svo að ég tali nú ekki
um lýsingarorðið goltóttur“, bætir bréfritari við.
I „gamla viðbætinum“ aftan við Orðabók Blöndals er tekin upp orðmyr.din
goldóttur (sama og golmögóttur) og merkt Þingeyjarsýslu. Ætla má, að þctta
sé annaðhvort afbökun úr goltóttur (með rödduðu /-i), t. d. undir áhrifum
frá bíldóttur, eða sprottið af misheyrn heimildarmanns (?).
Þessi orð og fleiri, sem byrja á gol- og lúta að útliti sauðfjár, fela líklegast
í sér stofn lýsingarorðsins gulur, hvernig sem á o-inu stendur. Það t, scm á
eftir fer í orðunum Golti, Golti og goltóttur, er þá afleiðsluviðskeyti, og yrðu