Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Blaðsíða 100
98
Baldur Jónsson
þar sem öll rímorð 1. og 3. vo. hafa óraddað /. Líklegt er þó, að
séra Hallgrímur hafi alist upp við tvenns konar It í austanverðum
Skagafirði, þ. e. borið fram raddað / á undan í-i eftir svipuðum reglum
og lýst er í þessari grein.
2.2.2 t er ending nf. eða þf. et. í hk.
2.2.2.0
Undir þennan lið falla allmörg dæmi, en máli skiptir, hvort l+t fara
á eftir áherslusérhljóði eða áherslulausu sérhljóði.
2.2.2.1 l+t á eftir áherslusérhljóði
Meginreglan er sú, að / er raddað í þessari stöðu, þ. e.:
(5) 4. regla:
/ er raddað í áhersluatkvæði, ef í-ið, sem á eftir fer, táknar
nf. eða þf. et. í hk.
Dæmi:
(6) 1 Hvorugkynsmyndir lýsingarorða, sem enda á -ur í nf. et. í kk.:
dult, falt, fölt, gult, holt, þvalt
2 Hvorugkynsmyndir lýsingarorða, sem enda á -// (/dl/) í nf. et.
í kk.:
dælt, fúlt, hált, heilt,skýlt, strjált, sælt, veilt, þjált
ÖIIu fleiri eru þessi orð ekki í íslensku talmáli. Sjá þó athugasemdir
hér á eftir og 2.2.3.
Stefán Einarsson (1928-29:267) taldi, að /-ið væri jafnan óraddað
í heilt og sælt og öðrum slíkum orðum, sem hafa // (miðað við rithátt)
vegna samlögunar í nf. et. í kk. (sjá einnig Árni Böðvarsson 1953:83-
84). Þó sagði Stefán, að rödduðu /-i brygði fyrir í slíkum orðum og
vitnar til samtals við konu í Aðaldal.
í mínum huga er enginn vafi á því, að sama regla gildir um l+t
í hk. — þ. e. a. s. í áhersluatkvæði —, hvort sem orðin enda á -ur
eða -II í nf. et. í kk. Hins vegar er allur gangur á því, hversu dyggilega
þeirri reglu er fylgt að hafa /-ið raddað á undan í-i í þessum orðum.
Til dæmis má ætla, að framburður fólks í Aðaldal hafi verið mjög
á reiki í þessu efni fyrir hálfri öld (sbr. l.l). Ég hefi ekki tilfinningu
fyrir því, að raddaða /-ið sé valtara í sessi í þeim orðum, sem enda
á -II í nf. et. í kk., en hinum, sem enda á -ur, en þetta mætti e. t. v.
kanna.