Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 101
99
Um tvenns konar lt-framburð
Hér verður að bæta við tveimur athugasemdum:
1. Samkvæmt reglunni ætti að vera raddað / í svalt (af svalur) eins og í
falt (af falur) og þvalt (af þvalur), en svo er ekki í mínum framburði, og
ég minnist þess ckki að hafa heyrt nokkurn mann segja svalt mcð rödduðu
/-i. Ég hefi rætt um þctta við marga, sem hafa alist upp við tvcnns konar
/í, og hafa þeir haft sömu sögu að segja. Sumir hafa þó ekki talið örgrannt
um, að þcir hafi heyrt þann framburð. Einn þcirra, Gunnar Stefánsson, gat
m. a. s. sannreynt það.
Fyrir nokkrum árum var hann á fcrð norður í Svarfaðardal og átti tal við
heimamann um kveðskap Jakobs Thorarenscns. Gunnar gerði scr far um að
haga orðum sínum svo, að viðmælandi hans yrði fyrri til að nefna kvæðabók
Jakobs, Svalt og bjart. Það tókst. Maðurinn ncfndi bókina, m. a. s. tvisvar,
áður en Gunnar kæmist að, og hafði /-ið raddað í fyrra skiptið og síðan óradd-
að.
Þarna hafa togast á tilfinningin fyrir þeirri myndfræðilegu meginreglu, scm
raddað / fylgir, og ríkjandi venja um framburð þessa orðs. En hvers vegna
brýst það undan reglunni fremur en önnur orð? Helst má láta sér til hugar
koma, að það sé vegna áhrifa frá kalt (af kalclur), þar scm /-ið cr óraddað
(sbr. 2.3). Auðvitað gætu áhrifin allt cins gengið í gagnstæða átt, þannig að
kalt fcngi raddað /, en skiljanlegt er, að sú áhrifsbrcyting eigi erfiðara upp-
dráttar, því að óraddað / er algengara cn raddað / á undan í-i, og líklegast
er kalt tíðari orðmynd en svalt.1'
Oraddaða /-ið í svalt er greinilega ekki nýbóla í tvcnns konar /r-framburði.
Fyrir mörgum árum ræddi ég um þennan framburð við Stcingrím J. Þorsteins-
son prófessor (1911-1973). Hann ólst upp á Akureyri eins og ég, cn var 19
árum eldri. Okkur kom saman um, að svalt væri alltaf mcð órödduðu /-i.
Móðir mín hclt fast við óraddað / í þessu orði og virtist ekki geta hugsað
sér, að það væri öðru vísi. „Svalt cr enn á seltu“, segir Jónas Hallgrímsson
(1929:135) í Formannsvísum, þar sem svalt og selt- eiga að vera skothcndingar.
Nú hlýtur Jónas að hafa borið fram óraddað / í seltu eins og allir aðrir, og
hann hefir eflaust alist upp við tvenns konar It. Hefði hann þá gert sér þessar
hendingar að góðu, ef hann hefði ekki líka haft óraddað / í svaltl
2. Loks verður að nefna hér citt orð enn, sem er ætíð með órödduðu /-i,
6 Samkvæmt niöurstöðum úr orötíönirannsókn Ársæls Sigurössonar (1940) voru 15
dæmi um kalt í u. þ. b. 100 þús. lesmálsorðum, en svalt er ekki á skránni yfir þær
orðmyndir, sem komu fyrir 10 sinnum cða oftar. Oröiö kalt kemur fyrir fimm sinnum
í Hreiðrinu cftir Ólaf Jóhann Sigurðsson, cn svalt aldrci (Baldur Jónsson 1975). Til
stuðnings við öflun dæma um It var gerð sérstök tölvuskrá yfir öll orð með því stafa-
sambandi í Vestangúlpi garró eftir Guðmund Daníelsson (Rcykjavík 1977), því að sú
skáldsaga var við höndina í tölvutækri mynd. Þar kemur kah fyrir sex sinnum, en svalt
aldrei.