Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 102
100
Baldur Jónsson
þ. e. bill í samböndunum e-m verður bilt við og gera e-m bill við. (Einnig
er til orðmyndin óbilt með neitandi forskeyti.) Þetta orð hagar sér sem lýs-
ingarorð í hvorugkyni og hefir verið talið til þeirra (sjá t. d. Sigfús Blöndal
1920-24, u. bih). Ætlað er, að það sé af sömu rót og nafnorðið bil (hk.)
og sagnorðið bila (Alexander Jóhannesson 1956:23-24). Samkvæmt því hefði
nf. et. í kk. átt að vera *bilur, ef til hefði verið, og /-ið raddað í bill.
Einhverjum kynni að koma til hugar, að hér væri á ferðinni Ih. þt. af bylla
og bæri þá að skrifa bylt, en sú hugmynd er dauðadæmd, því að til eru næg
fornmálsdæmi, sem taka af tvímæli um ritháttinn. Þá er tveggja kosta völ:
Annar er sá, að /-ið hafi afraddast í þessu orði, einnig á röddunarsvæðinu.
Það hefði t. d. getað gerst fyrir áhrif frá bylt og því fremur sem raddað /
í bilt gat engan stuðning haft af beygingarmyndum í öðrum föllum eða kynjum
eins og t. d. í falt og gult. Að öðrum kosti verður að leita nýrrar skýringar
á orðinu bilt. Má þá minnast þess, að stjarfar orðmyndir í föstum orðasam-
böndum eru býsna líklegar til að vera tökuorð. Nærtækt dæmi er gjalti —
ætíð með órödduðu /-i — í orðasambandinu verða að gjalti. Orðið er talið
keltneskt að uppruna (sjá Einar Ol. Sveinsson 1952 og Jan de Vries 1961:170).
2.2.2.2 /+/ á eftir áherslulausu sérhljóði
(7) 5. regla:
í áherslulausu atkvæði er / óraddað á undan /-i.
Þetta er meginregla. Þess vegna gildir ekki eitt og hið sama um
gamalt og sœlt, eins og haldið hefir verið fram (Stefán Einarsson 1928-
29:267; Árni Böðvarsson 1953:84). Þetta er algengast í lýsingarorðum,
sem mynduð eru með viðskeytunum -al, -il, -ul, en kemur fyrir víðar.
Dæmi:
(8) brigðult, bumbult, förult (einkum í samsetningum), gamalt, gjöfult,
heimilt, hrösult, hverfult, hvikult, reikult, skeikult, spurult, stopult,
svikult, svipult, vesalt, þögult, ötult
I þessum og þvílíkum orðum, hygg ég, að /-ið sé undantekningar-
laust óraddað, svo og í aðskotaorðum, svo sem: banalt, brútalt, fatalt,
normalt og simpilt.
Öðru máli gegnir um samsett orð, þar sem síðari liðurinn er: a)
lýsingarorð með rödduðu /-i (sbr. 2.2.2.1) eða b) sagnbót/lýsingarhátt-
ur (sbr. 2.2.3). Dæmi:
(9) 1 náfölt, ljósgult, indælt, flughált, stráheilt, vanheilt, farsælt, vinsælt,
óþjált
2 umdeilt, ódælt, uppselt, útþvælt