Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Side 103
Um tvenns konar h-framburð
101
í slíkum orðum er röddunin á reiki eins og áherslan. í orðinu indœlt,
hygg ég, að /-ið sé jafnan óraddað, en gæti raddast eitthvað í hinum
orðunum, enda má þá gera ráð fyrir einhverri áherslu á síðari liðnum.
Þegar forliðurinn er tvíkvæður, kemur a. m. k. aukaáhersla sjálfkrafa
á viðliðinn, og /-ið verður þá (eitthvað) raddað, t. d. í niðurbælt.
Enn er að geta samsettra orða, þar sem viðliðurinn er ekki til sem
sjálfstætt orð. Meðal þeirra eru í hvorugkyni: einsamalt, strjálbýlt og
viðsjált. Hið fyrsta er ætíð með órödduðu /-i, en í hinum síðari er
a. m. k. tilhneiging til röddunar. Fleiri orð eru til af þessu tagi (t. d.
aðsjált, forsjált, harðbýlt), en mörg eru þau ekki.
Eitt orð úr þessum flokki hefir athyglisverða sérstöðu. Það er orðið
ávalt (hk. af ávalur). Lýsingarorðið valur er víst ekki notað lengur
nema í samsetningunum ávalur og sívalur. Eitt sér ætti það að hafa
raddað / í hk. (sbr. 2.2.2.1), en fremur óraddað / en raddað í samsetn-
ingunni. Raddað / virðist þó haldast betur í þessu tiltekna orði en
öðrum sambærilegum, því að ella verður það samhljóða atviksorðinu
ávallt, sem allir bera fram með órödduðu /-i. Kristján Eldjárn segist
gera greinarmun á ávalt og ávallt í framburði. I mínu tali hefir áreiðan-
lega reynt minna á notkun orðsins ávalt, enda er ég á báðum áttum
um framburð minn, tel mig geta haft /-ið raddað, ef á liggur. Legar
ég ræddi um þetta orð við móður mína fyrir allmörgum árum, voru
viðbrögð hennar á þá leið, að mér fannst hún geta haft raddað / í
ávalt, jafnvel án þess að áhersla fylgdi. En orðið er of sjaldgæft, til
að ég muni beinlínis eftir óumbeðnum dæmum um framburð þess.
I orðinu sívalt (af sívalur), hygg ég, að /-ið sé jafnan óraddað og
minni líkur til, að rödduðu /-i bregði fyrir þar en í ávalt.
2.2.3 t er viðskeyti sagnbótar og lh. þt.
Frá sögulegu sjónarmiði er þetta raunar sama í-ið og í næsta lið
á undan, þ. e. myndunareining nf. og þf. et. í hk., en málfræðilegt
hlutverk þess hefir breyst. Hér gildir
(10) 6. regla:
A undan t-i, sem er myndunarviðskeyti sagnbótar — og lýs-
ingarháttar þátíðar í nf./þf. et. í hk., þegar því er að skipta,
— er/raddað.
Hér er eingöngu um að ræða /a-sagnir og eina óreglulega ja-sögn
(selja). 2. kennimynd endar alltaf á/-di/. Helstu sagnirnar eru þessar: