Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Qupperneq 104
102
Baldur Jónsson
(11) bræla — brælt, bæla — bælt, deila — deilt, drýla — drýlt, dæla,—
dælt, fýla — fýlt, fæla — fælt, gæla — gælt, hæla — hælt, íla —
ílt, kræla — krælt, kýla — kýlt, kæla — kælt, mýla — mýlt, mæla
— mælt, næla — nælt, pæla — pælt, sclja — selt, skýla — skýlt,
skæla — skælt, stæla — stælt, svæla — svælt, sýla — sýlt, tæla —
tælt, væla — vælt, ýla — ýlt, þvæla — þvælt, æla — ælt
Af sumum sögnunum getur lh. þt. einnig verið lýsingarorð, og gildir
þá það, sem sagt er í 2.2.2.
Flestar þessara 28 sagna mega teljast algengar. Sumar eru þó of
fátíðar, til þess að beinlínis verði sagt til um framburð þeirra eftir
lifandi dæmum, en reglan um framburðinn er ótvíræð (sbr. Stefán Ein-
arsson 1928-29:268).
Frá þeirri reglu, eins og hún er orðuð hér á undan, eru tvær sér-
kennilegar undantekningar: mœlt (af mæla — mœlti) og stælt (af stæla
— stœlti). í þessum orðum er /-ið ætíð óraddað á undan /-i, einnig
í boðhætti (mæltu) og Ih. þt. (mœltur). Sjá 3. kafla.
Um sagnbót og lh. þt. í áherslulausum atkvæðum sjá 2.2.2.2.
2.3 ItClXt
Pess eru allmörg dæmi, að / og t koma saman, vegna þess að hljóð
á milli þeirra hefir fallið brott. Ef það er d, er /-ið óraddað (kald+t
> kalv, einfald+t > einfalt). Að vissu leyti má segja, að sama gildi
einnig um t (halt+t > halt), en í slíkum tilvikum er t stofnlægt og
/ því óraddað samkvæmt 2. reglu. Það er svo túlkunaratriði, hvort
fyrra eða síðara /-ið telst falla brott, og má iiggja milli hluta hér. Ef
meðalstæða hljóðið, sem brott er fellt, er hvorki d né t, er /-ið raddað.
Skiptir þá ekki máli, hvort / og t eru úr sama orðhluta eða ekki. Dæm-
um má þó raða með hliðsjón af flokkuninni hér á undan:
(12) 1 / er stofnlægt:
álft, elfting, helft, hvilft, skjálfti, tólfti, tylft
2 t er ending nf. eða þf. et. í hk.:
fjálgt, hálft, sjálft, volgt
3 t er viðskeyti sagnbótar, lh. þt. í hk. eða úr þátíðarviðskeyti:
belgja — belgdi — belgt
fylgja — fylgdi —fylgt
fylkja — fylkti — fylkt
hvelfa — hvelfdi — hvelft
hvolfa — hvolfdi — hvolft
kclfa — kelfdi — kelft