Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Side 105
Um tvenns konar h-framburð
103
skelfa — skelfdi — skelft velgja — velgdi — velgt
svelgja — svelgdi — svelgt velkja — velkti — velkt
telgja — telgdi — telgt
Hér má einnig nefna nokkrar sagnir, þar sem / og t eru upphaflega
samstæð á eftir samhljóði, sem getur þröngvað sér á milli þeirra vegna
hljóðavíxla, en fellur oft(ast) brott eins og í hinum dæmunum:
(13) efla — efldi — eflt
skefla — skefldi — skeflt
stegla — stegldi — steglt
tefla — tefldi — teflt
hegla — hegldi — heglt
kefla — kefldi — keflt
negla — negldi — neglt
yggla — yggldi — ygglt
sigla — sigldi — siglt
I sumum þessara orða, einkum í (12)2, (12)3 og (13), þar sem brott-
fellda hljóðið helst í sumum beygingarmyndum, getur eimt eftir af
því á undan t-\ í sagnbótinni, þannig að /-ið verði ofurlítið uppgómað,
þar sem grannhljóðið hefir verið gómkveðið. Þetta á sennilega allt
eins við um óraddaðan framburð. En ef önghljóðið heyrist á milli /
og t, má búast við, að það sé raddað í tvenns konar /t-framburði,
en óraddað ella. — Loks má nefna eina gerð enn:
(14) / og t koma saman vegna brottfalls stofnsérhljóðs:
dálítill > dáltill, dálítið > dáltið, svolítill > s(v)oltill, svolítið >
s(v)oltið o. s. frv.
I tvenns konar /í-framburði er /-ið raddað í slíkum orðmyndum og
í-ið fráblásið eins og vant er á eftir rödduðu hljóði. Reglan er þá
(15) 7. regla:
Ef varahljóð (J), gómhljóð (g, k) eða sérhljóð er fellt niður
á milli / og t, er /-ið raddað.
A útbreiðslu raddaðs /-s við þessi skilyrði var áður minnst (1.1).
Því má bæta við, að Höskuldur Þráinsson frá Skútustöðum í Mývatns-
sveit hefir sagt mér, að í /í-samböndum af þessu tagi komi raddað
/ alloft fyrir í máli Mývetninga, sem hafa ekki raddað / endranær á
undan t-i. Til dæmis geti vel verið raddað / í álft, bæjarheitinu Álfta-
gerði og í volgt (af volgur). Sjálfur segist hann hafa raddað / í dáltið
og svoltið, þótt hann hafi það ekki í gult, sœlt, goltóttur og fleiri slíkum
orðum.