Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 106
104
Bcildur Jónsson
2.4 Um orðin alltjent og altillegur
Tvö orð skulu ncfnd hcr að lokum, þótt þau scu svolítið utan við efnið,
þ. e. allljenl og allillegur. Eftir því sem næst vcrður komist, er röddun /-sins
á rciki í þcssum orðum víðs vcgar um landið. I báðum orðunum cr hvort
tvcggja til samkvæmt Orðabók Blöndals. í Islenzk-rússneskri orðabók 1962
(bls.40) er hljóðritað raddað / í alténd og altént, en óraddað í altillegur. Þessu
virðist hafa verið öfugt farið í máli móður minnar. Hún hafði óraddað / í
alltjent, en raddað í altillegur. Ovíst er, að mikið sé upp úr því leggjandi.
Óraddað / í alltjent kcmur þó vel heim við það, að það sé orðið til úr allt
jafnt, eins og fullvíst má telja, enda enginn ágreiningur um það (sbr. Jón
Ólafsson 1912:121; Finnur Jónsson 1914:10; Alexander Jóhannesson 1956:44
og Halldór Halldórsson 1980:7). Þetta orð er til í mörgum tilbrigðum, og eru
sum skrifuð með einu /-i: alténd, altént, altjend, o. fl. Er því líklegt, að raddað
/ í þessu orði sé e. k. stafsetningarframburður og al- sé skilið sem forskeyti.
Um uppruna orðsins altiUegur cr hins vegar allt í óvissu. Það cr einnig til
í mörgum tilbrigðum. Algengust eru altilegur og altillegur, en meðal hinna
elstu cru altélegur (úr Kvöldvökum Hannesar Finnssonar) og jafnvel altér-
legur. Jón Ólafsson ritstjóri (1912:120) taldi þær myndir austfirskar og dæmdi
þær rangar, cn í Orðabók Blöndals er orðmyndin altjelegur merkt Vestfjörð-
um (Vf.).
Orðabók Háskólans hcfir eitt dæmi um atviksorðið altélega (flettiorðið skrif-
að altillega). Það er úr þýðingu Hannesar biskups Finnssonar á upprisusögunni
(Matt. 28,18) í formála hans fyrir Sigurljóðum Kristjáns Jóhannssonar, sem
prentuð voru í Lcirárgöröum 1797.
Ýmsar hugmyndir hafa komið fram um uppruna orðsins altillegur, cn engin
nægilega vcl rökstudd skýring. Verður það mál ekki rakið lengra hér. En
vera má, að brcytileg röddun /-sins í altillegur eigi sér svipaða skýringu og
í samscttu orðunum máltíð og Valtýr, sem stundum heyrast fram borin með
órödduðu /-i. Orðið máltíð er að vísu talið tökuorð (Alcxander Jóhannesson
1956), cn cr eigi að síður samsett orð í vitund flestra.
2.5 Heildarreglur um óraddað og raddað 1
Til glöggvunar skal að lokum farið að dæmi Stefáns Einarssonar
(1928-29:267-268) og dregnar saman þær reglur, sem hér liafa verið
settar fram um óraddað og raddað / í tvenns konar //-framburði. Er
þá líka auðvelt að bera þær saman við reglur Stefáns.
(16) Reglur um óraddað I:
l er óraddað á undan /-i við þessi skilyrði:
1. ef leiða má / af löngu /-i, sem kemur fram (í sama orðstofni)
sem /dl/á milli raddaðra hljóða og í bakstöðu (allt).