Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 108
106
Baldur Jónsson
eflt (af efla) [elth] ~ elt (af elta) [e]t];
fylgt, fylkt [fllth] ~ fyllt (af fylla) [fllt];
hvclít [khvelth] ~ hvcllt [khvelt];
skelft, skeflt [scelth] ~ skellt [scelt];
velgt, velkt [velth] ~ velt, vcllt [velt]
E. t. v. má bæta við ygglt [ilt'1] ~ illt [ijt], en ílt (af íla) eða ýll (af
ýla) hefði einnig mátt nefna (sbr. 2.2.3).
Sum þessara dæma kunna að þykja langsótt, en þau geta öll staðist.
I tvenns konar //-framburði reynir því talsvert á, að raddað / sé greint
frá órödduðu /-i á undan /t/ og auðvitað mest í orðum, sem eru algeng
og hafa svipaða stöðu í samfelldu máli, þar sem sambandið hjálpar
lítið eða ekkert til að skera úr. Þetta á einmitt best við um þau orð,
sem helst hafa verið nefnd í þessu sambandi, svo sem holt (lo.) ~
hollt, holt (no.) og mælt (þt. mœldi) ~ mœlt (þt. mœltí). Sumir kannast
jafnvel ekki við raddað / á undan t-\ í framburði sínum nema í öðru
hvoru þessara dæma eða báðum.
Samkvæmt hljóðrituninni er ekki einungis röddunarmunur á [1] og
[1] í dæmunum hér á undan, heldur er fráblástursmunur á lokhljóðun-
um á eftir. Sá munur getur að vísu verið merkingargreinandi, en ein-
ungis við tiltekin skilyrði:
(20)1 í framstöðu: tæla [thai:la] ~ dæla [tai:Ia]
2 á eftir rödduðu hliðarhljóði eða nefhljóði: dœlt [tailth] ~
dæld [tailt]; skemmti [sc£mthI] ~ skemmdi [scEmtl]; vanta
[vantha] ~ vanda [vanta]
3 jafnvel á eftir löngu sérhljóði, ef erlent nafn eða tökuorð
er annars vegar: ýta [i:tha] ~ Ida [i:ta]; kúpa [khu:pha] ~
Kúba [khu:pa]
Á eftir órödduðu hljóði þurrkast þessi greinarmunur út. í þeirri
stöðu er andstæðan fráblásið ~ ófráblásið ekki til. Aðblástur telst þá
til óraddaðra hljóða ([h]) (sbr. Magnús Pétursson 1981; Höskuldur
Þráinsson 1978b). Enn fremur er litið svo á, að fráhvarf lokhljóðs
í algerri bakstöðu teljist ekki til fráblásturs, ef grannhljóðið næst á
undan er óraddað (sbr. Magnús Pétursson 1976:59-60). Hins vegar
tel ég, að lokhljóð geti verið fráblásin á eftir rödduðu samhljóði —
einnig í bakstöðu —, og þar getur fráblásturinn verið merkingar-
greinandi (sbr. (20)2 hér á undan), t. d. í þyngt [Oirjt'1] ~ þyngd [Oirjt]
(sbr. Stefán Einarsson 1927:45; Höskuldur Práinsson 1977:221).