Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 110
108
Baldur Jónsson
3.3 [If] ~ [11]
Að auki eru mörg dæmi, sem eru einungis um andstæðuna [It'1] ~
[lt];
(23) dult ~ duld; dælt ~ dæld; falt ~ fald (af faldur); heilt ~ heild; sælt
—sæld; bælt ~ bæld (kv. et./hk. ft.); fýlt ~ fýld; fælt ~ fæld; kýlt
~kýld; kælt ~ kæld; mýlt ~ mýld; nælt ~ næld; pælt ~ pæld; selt
~ seld; skælt ~ skæld; svælt ~ svæld; sýlt ~ sýld, síld (no.); tælt
~ tæld; þvælt ~ þvæld; kelft, kcflt ~ kelfd, kefld; telgt, teflt ~ tclgd,
tefld; neglt ~ negld; siglt ~ sigld; steglt ~ stegld; ygglt ~ yggld
3.4 [Jt] ~ [lt]
Loks eru til mörg dæmi, sem eru einungis um andstæðuna []t] ~
[lt]. Hér verða fá ein talin:
(24) elt ~ cld, efld; elta ~ elda, eflda; gelt ~ geld (af gjalda eða kv.
af geldur); gelta ~ gelda; gyllt ~ gild; gylta, gyllta (af gylltur) ~ gilda
(so. eða af gildur); halt (af halda eða haltur), hallt (af hallur) ~ hald;
hrellt ~ hrelld; kelta ~ kelda; milt ~ mild; milta ~ milda (so. eða
af mildur); selta ~ selda (aiseldur); skylt ~ skyld; valta ~ valda
3.5
Því var haldið fram, að í röddunarframburði væri ótvíræður munur
á fráblásnu og ófráblásnu lokhljóði í bakstöðu, ef raddað samhljóð
færi á undan (3.1). Mörgum dæmum mætti við bæta um /1, m, n/ +
/p, t, k/: þynnt ~ þind; skemmt ~ skemmd; mynt ~ mynd; kamp ~
kamb; volk ~ volg o. s. frv.
En þó að þarna sé munur á eða a. m. k. auðvelt að gera hann,
er eitthvað um það, að sammæltum lokhljóðum sé ruglað saman í
þessari stöðu. í stað gjalda e-m í sömu mynt kemur stundum ,,. . .
sömu mynd“, að ég hygg, og alkunnar eru tvímyndirnar tólg, tólk.
Slíkur ruglingur þarf ekki að vera til kominn vegna þess, að ónógur
munur sé gerður í algerri bakstöðu. Líklegra er, að hann verði í sam-
felldu tali, þegar skilyrðum andstæðunnar fráblásið ~ ófráblásið er
spillt með einhverju, sem á eftir fer. E. t. v. þarf ekki orðasamband
til. Það er íhugunarvert, hvað gerist, ef eignarfalls-5 fer á eftir. Um
það eru að vísu mjög fá dæmi. Mér hefir t. d. ekki tekist að finna
neitt, þar sem unnt væri að bera saman /-lts/ og /-Ids/ í lágmarkspari,
og aðeins tvö um önnur sambönd af/l, m, n/ + /p, t, k/.