Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Side 111
109
Um tvenns konar \t-framburð
I mínum eigin framburði virðist mér vera ótvíræður munur á kamp
~ kamb ellegar volk ~ volg (sbr. Höskuldur Þráinsson 1978a:542).
Hins vegar renna á mig tvær grímur, ef ég bæti eignarfalls-essi við.
Ég hygg, að hljóðmyndunarmunur sé á kamps og kambs ellegar á
volks og volgs, og þann mun ætti að mega finna með rannsóknartækj-
um, en ég efast um, að menn skynji hann yfirleitt.
Rím er e. t. v. varasamur mælikvarði, en fróðlegt væri þó að vita,
hvað menn telja geta rímað saman af því, sem nefnt er hér á eftir:
(25)1 bálks, dálks, jálks, kálks, skálks : fjálgs, njálgs, skjálgs
2 skelks, stelks : belgs, elgs, helgs, svelgs
3 dilks, mylks, stilks : sylgs
4 volks : volgs
5 fólks, hólks : dólgs
4. Aldur og uppruni tvenns konar /f-framburðar
Lengi hafa verið uppi kenningar um, að í fornu máli íslensku hafi
verið til tvenns konar /, bæði tannmælt og rismælt. Stefán Einarsson
taldi víst, að óraddað / á undan t-\ ætti rætur að rekja til tannmælta
/-sins, en raddað / á undan p-i og k-i hefði verið rismælt að fornu
og vel raddað. Hann færði hljóðfræðileg rök fyrir því, hvers vegna
tannmælt I hafi afraddast fremur á undan t-i en rismælt I á undan
p-i og k-i. Raddað / á undan t-i í tvenns konar /í-framburði, telur
Stefán, að megi skýra að nokkru leyti sem arftaka rismælts /-s, en
samt sé augljóst, að kerfisþvingun eigi drýgstan hlut að máli (Stefán
Einarsson 1928-29:265-267).
Fræðimönnum hefir lengi verið Ijóst, að í mörgum íslenskum ritum
allt síðan á 14. öld er skrifað Id, þar sem áður var Ið eða Iþ, og lld,
þar sem áður var Id. Jakob Benediktsson (1960) hefir sýnt, að á undan
d-i hlýtur að hafa verið tvenns konar / í íslensku frá 14. öld og langt
fram á 17. öld. Um það vitnar ekki einungis þessi ritháttur, heldur
einnig rím skálda. I þeim kveðskap, sem athugaður var, er Id (</ð)
yfirleitt ekki rímað á móti lld (<ld). Eftir rími skálda að dæma hefir
þessi munur haldist norðanlands og vestan fram undir 1700, en hverfur
upp úr 1650 sunnan lands og austan.
Fyrir u. þ. b. 60 árum rannsakaði Jón Helgason stafsetningu Skarðs-
bókar (AM 350 fol.), sem var skrifuð um og upp úr 1360. I lýsingu
Jóns kemur fram, að Id og lld er haldið reglulega sundur greindum