Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Side 112
110
Baldur Jónsson
miðað við uppruna eins og lýst var hér á undan, og af því mátti álykta,
að enn hefði verið tvenns konar / í íslensku á síðari hluta 14. aldar,
a. m. k. einhvers staðar á landinu. En um / á undan /-i segir Jón
(1926:65): ,,Med hensyn til enkeltskrivning og dobbeltskrivning av I
foran t er forholdene ikke fullt sá klare“. Síðan telur hann fram dæmi
um It og llt í handritinu. Flest eru um llt, en þau, sem eru um It og
sambærileg við nútímamál, eru í orðmyndum, sem hafa raddað / í
tvenns konar /í-framburði (gult, falt). Langflest dæmin um llt eru hins
vegar í orðmyndum, sem nú hafa óraddað / í öllum íslenskum
framburöi. Frá þessu eru þó tvær undantekningar: sellt (af selja) og
heillt (af heill).
Af þessu verða engar ályktanir dregnar hér, en því má bæta við,
að Skarðsbók hefir að öllum líkindum verið skrifuð á Vesturlandi (sbr.
Jón Helgason 1926:47).
Miðað við þær hugmyndir, sem menn hafa gert sér um tvenns konar
/ að fornu, ætti að hafa verið tannmælt / í heilt og selt. Ritháttur
Skarðsbókar er því í samræmi við það, en raddað / í þessum orðuni
nú á rætur að rekja til kerfisþvingunar að hyggju Stefáns Einarssonar
(1928-29:268), og svo er um / í fleiri orðum, sem hann nefnir (drýlt,
hcell, mælt (þt. mœldi) og tœlt).
Hér verður ekki tekin afstaða til einstakra atriða eða dæma, en um
það getur varla verið neinn ágreiningur, að tvenns konar It nú á dögum
á með einhverjum hætti rætur að rekja til þess, að til hefir verið tvenns
konar / í íslensku fyrr á öldum á undan /-i, eins og til var tvenns
konar / á undan d-i. Einnig er líklegt, að áhrifsbreytingar eða kerfis-
þvingun hafi raskað beinni samsvörun milli tvenns konar /-hljóða forn-
málsins og raddaðs og óraddaðs /-s í máli sumra nú. Tvenns konar
//-framburður, eins og við þekkjum hann, þarf því ekki að vera mjög
gamall, og um einstök orð er best að fullyrða sem minnst að órann-
sökuðu máli.
í 1. kafla var því haldið fram, að tvenns konar //-framburður hefði
verið útbreiddari en hann er nú, þ. e. náð yfir stærra landsvæði. En
hafa ber í huga, að jafnframt því, sem raddað / hefir hörfað í þessum
skilningi, má vera, að það hafi breiðst út í málinu vegna kerfisþvingun-
ar á því afmarkaða svæði, þar sem aðalheimkynni þess eru nú. Sú
þróun hefir þá auðvitað stuðlað að því að verja raddaða /-ið falli á
þeim slóðum. En þar sem þessi þróun hefir ekki náð sér á strik, hefir
raddað / verið alltof fátítt til að standast yfirgnæfandi áhrif óraddaðs