Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Qupperneq 113
Um tvenns konar \t-framburd
111
/-s á undan t-'\. Vera má m. ö. o., að raddað l+t hafi aldrei náð til
jafnmargra orðmynda austanlands og austast á Norðurlandi og þar
sem mest er um það í eyfirskum framburði nú á dögum og það skýri
þá að nokkru leyti, hve mislangt menn ganga í því að nota raddað
l+t (sbr. 1.0 og 1.1).
Þessum vangaveltum skal nú lokið. Aldur og uppruni tvenns konar
/í-framburðar er ókannað mál, en þarft væri að rannsaka, hvort mis-
munandi ritháttur, svo sem ‘It’ og ‘llt’, getur ekki varpað ljósi á það
(sbr. Jakob Benediktsson 1960:47-48).
5. Lokaorð
Að lokum skal litið sem snöggvast yfir hið helsta, sem á undan er
komið.
Á norðaustanverðu landinu, þar sem tíðkast að bera fram rödduð
/, m, n á undan p, t, k, hefir sambandið It sérstöðu að því leyti, að
þar er /-ið yfirleitt óraddað. Sumir bera þó ýmist fram raddað / eða
óraddað á undan í-i. í fyrstu vafðist fyrir fræðimönnum að átta sig
á þessu fyrirbæri, uns Stefán Einarsson gerði sér Ijóst, að tvenns konar
/t-framburður fylgir föstum reglum. Stefán kynnti þessar reglur 1928-
1929. Síðan hafa aðrir fræðimenn stuðst við þær.
í þessari ritgerð er tvenns konar /t-framburður tekinn til nánari at-
hugunar, reynt að gera fyllri grein fyrir reglum hans og telja fram
fleiri dæmi en áður hefir verið gert. Útbreiðsla hefir ekki verið rann-
sökuð og erfitt að fullyrða um hana, en raddaða /-ið hefir verið á
undanhaldi. Mest virðist vera um það í Eyjafirði, einkum meðal
Svarfdælinga.
í 2. kafla eru raktar þær reglur, sem raddað og óraddað / fylgir
í /t-samböndum, dæmi talin upp og undantekniriga getið. Reglurnar
eru síðan dregnar saman í 2.5. Meginniðurstöður eru þær, að / er
óraddað, þar sem skrifað er ‘llt’ (allt) samkvæmt réttritunarreglum.
Þar sem skrifað er ‘It’ er /-ið óraddað, ef bæði hljóðin eru stofnlæg
(.bylta), en raddað, ef þau eru sitt úr hvorum orðhluta eða m. ö. o.,
ef orðhlutaskil (+) eru á milli (gul+t af gulur). Helstu undantekningar
frá því eru sagnorðsmyndir í 2. p. et. í nt. (skalt, vilt) og áherslulaus
atkvæði, einkum viðskeyti (gamalt), þar sem /-ið er óraddað. Loks
er raddað / á undan í-i, ef hljóð, sem á milli hefir verið, er fellt brott