Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 157
Isl. Akkusativkonstruktionen bei der Prdposition með ‘mit’ 155
Regla (5) sýnir þróun þolfalls-weð-liða eins og (4) í fornmáli:
(5) Eyvindr ríðr yfir á. Evindr ríðr yfir á
Eyvindr hefir fagran skjpld. með fagran skjpld.
I fornmáli tíðkuðust setningar eins og
(6) a fóru húskarlar ok hpfðu skip áttært (Eg 256)
Það hefði því verið cðlilcgt í fornmáli að segja
(6) b Eyvindr ríðr yfir á ok hefir fagran skjpld
Að svo miklu leyti scm (6) hefur orðið til samkvæmt (7):
(7) Eyvindr ríðr yfir á. Eyvindr ríðr yfir á
Eyvindr hefir fagran skjpld. ok hefir fagran skjpld.
má skoða (6) eins og milliliö í þróuninni, sem sýnd er með (5). Þolfalls-með-liðir eins
og (4) tíðkast einnig í nútímamáli:
(8) lögreglumenn ráðast fram með kylfur (Þv 6. 9. 69,3)
Myndun (8) hjá málhafa má skýra með svofelldri reglu:
(9) Lögreglumenn ráðast fram. Lögreglumenn ráðast fram með kylfur.
Lögreglumenn hafa kylfur.
Samanburður (5) og (9) leiðir í Ijós, að /la/a-setning er grundvöllur umræddra þolfalls-
með-liða bæði í sögulegum og samtímalegum skilningi.
Auk (8) tíðkast í nútímamáli aðrir þolfalls-með-liðir, sem cru að heita má óþckktir
í forníslensku:
(10) gengur Kjarval um gólf með landskunnan hatt á hpfði (Þv 11.6. 68,4)
Þolfalls-með-liðurinn í (10) er tvíhliða: fyrir utan orðið í þf. (hattinn) er í honum annar
forsetningarliður (á höfði). Tvíhliða þolfalls-með-liði eins og (10) má skýra með reglu
á við (11):
(11) Kjarval gengur um gólf. Kjarval gengur um gólf
Kjarval hefur hatt á höfði. með hatt á höfði.
Allir þolfalls-með-liðir, sem nefndir voru að ofan, áttu við sagnir. í (12) á með hins
vegar við nafnorð:
(12) Slökkviliðsmenn með tvær stórar dælur dæla vatni út úr kjallara spennistöðvar-
innar (Þv 29. 2. 68,3)
Þessháttar þolfalls-með-liði má tengja við tilvísunarsetningar með aðalsögninni hafa:
(13) Slökkviliðsmenn, sem hafa dælur, dæla vatni —>
Slökkviliðsmenn mcð dælur dæla vatni
Þá staðreynd, að í fornmáli eru ekki notaöir þolfalls-með-liðir, sem eiga við nafnorð,
t. d.
(14) ‘rnaþr meþ fagran skjpld
má skýra með því, að í fornmáli tíðkuðust ekki enn samsvarandi tilvísunarsetningar
mcð aðalsögninni hafa:
(15) *maþr, er hcfir fagran skjpld
Þótt tvíhliða þolfalls-með-liðir eins og (10) séu ekki notaðir í forníslensku, þá þekktust
í fornmáli aðrar þolfallsformskipanir, hliðstæðar (10), svokölluð sjálfstæð þolföll, t. d.
(16) Gunnarr var í rauðum kyrtli ok hestastaf mikinn í hendi (Nj 134)