Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Side 158
156
Owe Gustavs
Þróun sjálfstæðs þolfalls í fornmáli má skýra með reglu hliðstæðri (11);
(17) Gunnarr var í rauðum kyrtli. Gunnarr var í rauðum
Gunnarr hafði hestastaf —» kyrtli ok hestastaf
mikinn í hendi. mikinn í hendi.
í fornmáli tíðkuðust /ta/a-setningar eins og
(18) hleypr Oddr undan borði ok hefir 0xi í hendi (Band 67)
Mætti skoða (18) sem millilið í þeirri þróun, sem sýnd var með (17), sbr. (6).
Sjálfstætt þolfall þekkist einnig í öðrum tungumálum, t. d. þýsku:
(19) Der General steht, den Hut in dcr Hand
Þróun (og samtímalega myndun) sjálfstæðs þolfalls í þýsku má skýra með reglu
hliðstæðri (17):
(20) Der General steht. Der General steht,
Der General hat den Hut in der Hand. den Hut in der Hand.
Við hlið sjálfstæðra þolfalla eins og (19) þróuðust í þýsku zm'f-liðir eins og
(21) Der General steht mit dem Hute in der Hand
Þó að þýska forsetningin mit standi í (21) (eins og jafnan) með þgf., þá sýnir samanburð-
ur milli (10) og (21) annars vegar og (16) og (19) hins vegar, að það eru til viss ,,al-
menn“ tengsl milli ,,/neð“-liða og sjálfstæðs þolfalls yfirleitt. Svipuð tengsl koma einnig
fram í málum, sem ckki gera lengur neinn mun á þf., þgf. og nf., sbr. enskar og sænskar
setningar í (22) og (23):
(22) a I remember how he walked up and down the dining-room, with his hands
behind him and his head bent forward
b Michael lay in the forest, his head upon his arms
(23) a Vild-Hussen stod upp med ett glas i hand
b Han skred genom skymningen fram til bilen, hatten i ena handen, en stor
lövkoja i den andra
Ncfndar samsvararnir milli tvíhliða ,,með“-liða og sjálfstæðra þolfalla (eða formskipana
áþekkra þeim) gera það líklegra en ella, að þolfalls-með-liðir og sjálfstætt þolfall hafi
þróast af einni og sömu rót: /ta/a-setningunni.
Jafnframt þeim þolfalls-með-liðum, sem leiddir eru af hafa-setningum, eru í íslensku
notaðir samsvarandi þágufalls-með-liðir, sbr.
(24) a Skipið er með nýtt tæki
b skip með nýtt tæki
(25) a Skipið er með nýju tæki
b skip með nýju tæki
Þolfalls-með-liðir eins og (24) eru afsprengi samsvarandi /m/a-setninga:
(26) a Skipið hefur nýtt tæki
b skip, sem hefur nýtt tæki
Myndun þágufalls-með-Iiða eins og (25) virðist hins vegar eiga sér stað undir áhrifum
setninga án aðalsagnarinnar hafa, t. d.
(27) a í skipinu er nýtt tæki
b Skipið er búið nýju tæki
Nú getur ekki hvert orð gegnt hlutverki frumlags í hvaða hafa-setningu sem er, t. d.
ekki orðin ker, plata og veski í
(28) a 'Kerið hefur blóm