Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 161
HALLDÓR HALLDÓRSSON
Um méranir
Drög að samtímalegri og sögulegri athugun
0. Inngangur
Um nokkurt skeið hafa méranir' verið mikið til umræðu meðal mál-
fræðinga og ýmissa annarra, sem telja sig bera skyn á íslenzkt mál.1 2
Fæst af því efni hefir stuðzt við fræðilegar athuganir. Umræðan hefir
snúizt um, hvort viðurkenna eigi méranir sem rétt mál eða ekki. í
þessari grein ætla ég mér ekki að ræða neitt um málið frá þessu sjónar-
miði, heldur skýra frá fræðilegum athugunum, sem ég hefi gert. Engum
er þó ljósara en mér að gera þarf miklu víðtækari rannsóknir en þær,
sem hér birtast. Ætlun mín er um fram allt að ýta undir, að aðrir
sinni meira athugunum á ópersónulegum — eða öllu heldur uppruna-
lega ópersónulegum — orðskipunum í íslenzku og þróunarferli þeirra.
Þessi grein skiptist í tvo aðalhluta, þ. e. a. s. samtímalega partinn
og sögulega partinn. I samtímalega partinum er gerð grein fyrir niður-
stöðum athugunar, sem ég gerði veturinn 1980-1981 á því, hvort mér-
anir tíðkuðust mikið eða lítið í umhverfi 18-19 ára námsmanna, sem
ættu að hafa náð sæmilegum þroska. Aðalniðurstaðan varð sú, að þótt
m/g-dæmin (þ. e. notkun þolfalls) væru í öllum tilvikum talin al-
1 Nýyrðið mérun gerði ég þeim til hugarhægðar, sem misskilið hafa orðið þágufalls-
sýki. Orðliðurinn -sýki í því orði táknar ekki „sjúkdóm", sem rekja má til sýkla eða
víra. Alkunnugt er orðið skemmtanasýki, sem merkir „skémmtanafýsn, hneigð til
skemmtana", en ólíklegt þykir mér, að þessi orð verði fundin á mannslátaskrám. í Blönd-
alsbók er tilgreint orðið skemmtanasótt. Orðið skemmtanasjúkur finnst á bókum (HStef-
Póker 37, JárnVeturnóttak. 69 (OH)). Nýlega rakst ég á orðið fjölmiðlasjúkur
„hneigður til að koma fram í fjölmiðlum": „Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra, sem
er fjölmiðlasjúkur," (Mbl. 1. ág. 1981, bls 12,5. d.). í framan greindum orðum merkir
-sjúkur ekki ,,veikur“, heldur „hneigður til“. Sama gildir um þágufallssjúkur og þágu-
fallssýki. Þessi orð eru ekki meinafræðileg hugtök. Hitt má segja, að þau hafi niðrandi
blæ. Mérun merkir sama og þágufallssýki. Það er myndað af mér á sama hátt og þérun
af þér. Það ætti því að vera auðskiljanlegt, þótt fyrirbærið, sem það á við, sé reyndar
ekki bundið við fornafn 1. persónu.
2 Sjá um þetta ritgerð Astu Svavarsdóttur í þessu hefti og rit, sem þar er vitnað
til. — Ritstj.