Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Side 162
160
Halldór Halldórsson
gengari, þegar um var að ræða sagnir, sem í málfræðibókum eru jafn-
an taldar taka með sér þolfall (mig dreymir, mig langar o. s. frv.) en
ekki þágufall (mér dreymir, mér langar o. s. frv.), könnuðust einhverj-
ir við þágufall með öllum þeim sögnum, sem athugaðar voru. Það
virtist hins vegar mjög mismunandi algengt eftir því, hver sögnin var
— langalgengast með sögnunum langa og vanta (61.6% þátttakenda
sögðust oft hafa heyrt sagt mér langar . . . , mér vantar . . .). Þetta
þarf e. t. v. ekki að koma á óvart. Hins vegar kom mér á óvart, að
nokkrir þátttakendur könnuðust við þolfall með sögnum, sem ég hafði
talið að ávallt væru hafðar með þágufalli — þ. e. sögnunum finnast,
sárna og þykja.
I sögulega partinum eru svo rakin dæmi úr orðabókum og seðlasafni
Orðabókar Háskólans til þess að sýna þróun orðskipana með þeim þol-
fallssögnum, sem athugun mín náði til. Helzta niðurstaða þessa hluta
er sú, að þágufall komi yfirleitt ekki fyrir í fornu máli með þessum
sögnum nema með sögninni skorta (dæmi úr Grágás). Sjö sagnanna
koma hins vegar fyrir með þágufalli í síðari alda ritmáli, en flest dæmin
eru frá 19. öld eða yngri. Auk þessa eru svo rakin dæmi um nefnifall
með þessum sögnum, en það var ekki athugað í samtímalegu könn-
uninni (sjá hins vegar grein Astu Svavarsdóttur í þessu hefti).
1. Samtímalegi parturinn
1.1 Aðferðin og úrtakið
Eins og fram kemur í inngangi, var markmið samtímalegu könnun-
arinnar að athuga, hvort méranir tíðkuðust mikið eða lítið í umhverfi
18 til 19 ára námsmanna, sem ættu að hafa náð sæmilegum þroska.
Eg ákvað að spyrja þó ekki um það, hvernig unglingarnir töluðu sjálf-
ir, heldur hvernig þeir hefðu heyrt aðra tala. Eg hræddist, að svör
þeirra um eigið málfar gætu mótazt af því, hvað þeim hefði verið
kennt. Eg miðaði spurningarnar ekki einvörðungu við það, hvort not-
að væri þgf. í stað eldra þf. (mérun), heldur voru teknar með þrjár
orðskipanir, þar sem þgf. er upprunalegt og ég hugði óbreyttar í nú-
tímamáli. Þetta reyndist þó ekki rétt, eins og fram kemur í inngangi
og nánara verður rakið hér á eftir. Spurningarnar (dæmasetningarnar)
og sá formáli, sem þeim fylgdi, eru birt í sérstökum viðauka hér að
aftan. Eins og þar kemur fram, var alltaf notað 1. persónufornafn í
dæmunum (mig eða mér) og réð hending því, hvort þolfall eða þágu-