Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 164
162
Halldór Halldórsson
Af þessari ástæðu setti ég inn þrjár setningatvenndir, sem ég
hugði að allir mundu svara eins, ef allt væri með felldu. Eg verð
að játa, að ég vissi ekki, að til væri nein tilhneiging til migana
í íslenzku. En þar brást mér bogalistin. Ég setti t. d. í könnunina
setninguna mér (mig) sárnaði við Arna og bjóst við, að enginn
hefði heyrt annað en mér sárnaði og merktu því aldrei við mig
sárnaði. Að öðrum kosti væru svör nemandans ekki trúverðug.
En niðurstaðan varð á aðra lund. Svo margir sögðust oft hafa
heyrt mig sárnaði, að taka verður slíkt trúanlegt. 24.5% nem-
enda gera ekki ,,sprell“ af þessu tæi, samtímis því, að 79.5%
segjast oft hafa heyrt mér sárnaði. Niðurstaða mín er sú, að
svör nemendanna séu yfirieitt í samræmi við það, sem þeim
fannst, þegar könnuninn var gerð, þ. e. að þeir séu bona fide,
þegar þeir svara.
2. f>aö er mannlegt að skjátlast. Þess vegna má búast við, að sumir
hafi svarað skakkt, þ. e. ekki tíundað réttilega, hvað tíðkaðist
í málumhverfi þeirra. Ég á ekki við, að nemendur hafi vitandi
vits sagt skakkt frá, heldur hafi þeim fundizt í svipinn, að þeir
hefðu heyrt aðra málnotkun en þeir raunverulega hafa heyrt.
Villur af þessu tæi kunna að breyta heildarniðurstöðunni, en
að þessu leyti er þessi könnun ekkert frábrugðin öðrum félags-
legum könnunum.
3. Hugtökin oft og sjuldan eru engan veginn skýrt afmörkuð. Hins
vegar er erfitt í könnun af þessu tæi að notast við ákveðnar
tölur, t. d. 30%, 60% o. s. frv. Það er fásinna að ætla, að ung-
lingar hafi gert sér nákvæma grein fyrir tíðni málfyrirbæra. Þess
vegna var ógerningur að nota mjög nákvæm hugtök. Þetta hefir
aftur á móti í för með sér, að ekki má draga of skarpar ályktanir
af niðurstöðunum. Ef nemandi setur oft við annan möguleikann,
en sjaldan við hinn, verður vart dregin meiri ályktun af svörum
en sú, að hann telji málfyrirbærið, sem hann setur oft við, tíðara
í málumhverfi sínu.
4. Áhugi á máli og tilbrigðum þess er mjög misjafn, og sennilega
eykst hann með aldrinum. Þessi mismikli áhugi kann að hafa
áhrif á svörin, þannig að sum séu marktækari en önnur. En eng-
in leið er til að skera úr um þetta.
5. Málkennd manna er misjafnlega örugg. Ef svör viku mjög frá
því, sem við mátti búast — það varðað einkum sögnina finnast