Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 165
Um méranir
163
— var leitað álits kennara um almenna færni nemenda í máli,
t. d. í íslenzkum stíl. Reyndist þá yfirleitt, að nemandanum var
ósýnt um mál, að mati kennara. Til þessa var þó ekkert tillit
tekið við útreikninga, enda heyrir slíkt fólk jafnt til íslenzku
málsamfélagi sem aðrir íslendingar.
6. Ég játa, að það er galli á könnuninni, að ég notaði aðeins
1. persónufornafn (mig, mér) sem persónulið. Vera má, að
niðurstaðan hefði orðið önnur, ef t. d. hefði í sumum tilvikum
verið notað 3. persónufornafn eða jafnvel nafnorð. En varla
skiptir þetta höfuðmáli.4
1.3 Helztu niðurstöður
Áður en við snúum okkur að því að skoða töflur yfir svörin, er
rétt að gera nokkrar athugasemdir. Fyrir kom, að þátttakandi sagðist
aldrei hafa heyrt dæmi með þolfalli og aldrei með þágufalli (merkti
t. d. við aldrei fyrir setninguna mig brestur þor og á sama hátt við
mér brestur þor). Hversu mörg prósent svöruðu þannig, kemur fram
í aftasta dálki í töflu Ia og í töflu II. Ef einhverri setningatvennd var
ekki svarað, flokkaði ég það undir aldrei við báða liði. I flestum tilvik-
um voru einstaklingarnir svo fáir, sem hvorugt afbrigðið höfðu heyrt,
að ekki þótti ástæða til að draga þá frá, áður en prósentur voru
reiknaðar. Þetta var þó gert, þar sem 5% eða fleiri þekktu hvorugt
afbrigðið, og er sá reikningur birtur í sérstakri töflu (Ib).
Ymis matsatriði hljóta alltaf að koma upp, þegar unnið er úr könn-
un af þessu tæi, og hirði ég ekki að rekja þau öll hér. Ég hefi reynt
að vera sjálfum mér samkvæmur við túlkun á þeim, og þau eru svo
fá, að þau eiga ekki að skipta neinu höfuðmáli.
Tafla Ia er aðaltaflan. Þar eru taldar allar þolfallssagnirnar (sjálf
dæmin eru birt í réttri röð í viðbæti hér að aftan) og gerð grein fyrir
því, hve mörg prósent þátttakenda töldu sig hafa heyrt hvert dæmi
oft, sjaldan eða aldrei. Þær prósentutölur sem telja má sérlega athygl-
isverðar eru feitletraðar. Neðst er svo birt meðaltal úr hverjum dálki.
Ymsan fróðleik má lesa út úr þessari töflu. Ef við lítum fyrst á
tilhneigingu til mérana, virðist hún mest, þegar sagnirnar langa og
vanta eiga í hlut, því að 61.6 prósent þátttakenda segjast oft hafa heyrt
Sjá þó niðurstöður Ástu Svavarsdóttur í þessu hefti um mun 1. og 3. pers. að
því er varðar fallanotkun með ópersónulegum sögnum. — Ritstj.